Categories: Allt efni

Ráðgáta

Á svo til hverjum degi stendur Eynar frammi fyrir sömu ráðgátunni. Senan er (með tilbrigðum) eitthvað í þessa veru:

Eynar: Ég er eitthvað svo svangur, ég bara skil þetta ekki.
Eva: Nei, þetta er sannarlega dularfullt. Þér hefur ekkert dottið í hug að þetta standi í einhverju sambandi við það sem þú hefur látið ofan í þig í dag, eða öllu heldur ekki látið ofan í þig?
Eynar (Furðu lostinn): Ja, ég borðaði áðan.
Eva: Já, það er satt. Þú borðaðir hátt í desilítra af jógúrt. Að ónefndum 30 gramma melónubita. Þú ættir líklega að leita til læknis vegna þessarar átsýki.

Eynar: Ég drakk líka kaffi, með rosalega mikilli mjólk.
Eva: Ég hef heyrt að hávísindalegar rannsóknir gefi vísbendingu um að það sé hægt að takast á við þetta ástand með því að borða aftur. Ég er ekki að segja að það séu pottþéttar sannanir fyrir því en þú gætir athugað hvort það virkar.
Eynar: Ég get ekki farið að borða svona seint, það er alveg að koma kvöldmatur.
Eva: Klukkan er 5. Við borðum aldrei fyrr en í fyrsta lagi hálf átta.
Eynar: Já, einmitt, ég var að segja það! Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu … Heyrðu jú, ég veit – það eru til hnetur. Ég fæ mér þrjár hnetur …

Það er samt frekar óvenjulegt að hann sé farinn að furða sig á þessum illskiljanlega sulti fyrir kl. 2. Hann er nú búinn að drekka sem svarar 2 kaffibollum í dag – með mjólk.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153241228947963

 

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago