Allt efni

Þetta finnst mér gaman að sjá

Þú eik með styrka grein og stofninn breiða
sem stendur keik er næðingsvindar hvína
og laufgast sumarlangt við götu mína
að lokum mun þér tímans fúi eyða.

Þú græna strá er vætu úr sverði sýgur
og svalar daggartári grjóti hrjúfu,
fótum troðið fast á sömu þúfu
þú fölnar loks og dautt til jarðar hnígur.

Og þú sem forðast heiminn hætturíka
og hólpinn situr kyrr í eigin helsi,
þú þekkir hvorki fullnægju né frelsi
í flatneskju þín ævi endar líka.

Þér finnst það sjálfsagt furðulegt og galið
í falli sérhvers manns er líf hans falið.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago