Allt efni

Sjónhverfingar 1 – varir

Samningurinn sem ég gerði við djöfulinn hérna um árið virðist vera fallinn úr gildi. Allavega er andlitið á mér farið að lafa. Krem virka ekki rassgat og þau húsráð sem ég hef séð á netinu eru bæði ótrúverðug og til þess fallin að rýra lífsgæði mín meira en eilíf æska myndi gleðja mig.

Eitt ráðið er t.d. að borða bara hrátt grænmeti og ég veit ekki til þess að neitt grænmeti heiti rauðvín og súkkulaði. Annað er að sofa alltaf á bakinu. Það á víst að verða til þess að húðin leki í átt að eyrunum í stað þess að leka í átt að nefinu. Þetta skýrir auðvitað hversvegna gamalt fólk er ekki hrukkótt en flestir öldungar sofa á bakinu.

Reyndar skilst mér að þær sjónhverfingar sem hægt er að fremja með hrukkukítti og augnskuggum virki álíka vel og galdrar. Ég þyrfti samt helst að hafa lagskonu til þess að sjá um útlitið á mér því ef  tískugreind er sérstakt greindarsvið þá er ég þroskaheft á því sviði. Þegar einhver sem kann á varalit málar mig, lít ég út fyrir að hafa varir. Ef ég reyni að mála út fyrir sjálf, verð ég bara eins og trúður.

En nú bara hef ég enga lagskonu og þótt mér hafi tekist að selja djöfsa sál mína minnst 5 sinnum, þarf ég að bítta henni út fyrir dálítið annað en útlitið í þetta sinn. Sem þýðir að ég verð líklega bara að læra að mála mig. Í dag tók ég langan tíma í að prófa mig áfram og ég held að ég sé búin að fatta trixið.

Það sem virkaði (allavega fyrir mig í þetta sinn) var að mála aðeins út fyrir neðri vörina með ljósari lit, draga úr tindunum á efri vör með því að mála út fyrir á milli þeirra en ekki út fyrir tindana sjálfa, setja svo pínulítinn hvítan augnskugga undir neðri vör, nema ekki undir hana miðja. Ég notaði bleikan lit og setti smá hvítan augnskugga yfir miðja neðri vörina og gloss yfir.

Næst þarf ég að læra að mála augnlínur. Það sem virkaði þegar ég var 25 ára er bara ekki að gera sig lengur.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago