Slakið á paranojunni plís

 

 

Ég búning sem er næstum eins og þessi.

Ég keypti hann í erótískri búð í Reykjavík.
Ég hef notað hann einu sinni.
Ekki í kynlífsleik heldur á grímuballi.

Þetta er nefnilega grímubúningur
en ekki hórugalli.

 

Þessi stelpa er að fara á grímuball.
Hún er að leika púkastelpu.
Ekki klámstjörnu.

 

Grímubúningar fyrir konur fást í erótískum búðum. Lögguskvísur, fangaskvísur, englaskvísur, púkaskvísur, sjóræningaskvísur, blómálfakvísur…

Ég veit ekki hvort búningar fyrir karlmenn fást í klámbúðum en hitt veit ég að grímubúningar lítilla drengja eru á sama hátt og grímubúningar lítilla telpna, eftirlíkingar af búningum fullorðinna. Það er ekkert nýtt og hefur ekkert með klámvæðingu að gera, ekki frekar en súkkulaði í hjartalaga kössum, sem ég hef líka keypt í klámbúð.

 

 

 

 

 

Þessir eru líka að fara á grímuball.
Ekki í swingpartý.
Ótrúlegt, ekki satt?

 

 

Deildu færslunni

Eva Hauksdóttir: