Ætlunin er að birta hér skrif Hauks, minningargreinar og annað efni sem tengist Hauki persónulega. Um leið viljum við skapa vettvang fyrir skrif um þau mál sem Hauki voru hugleikin og eru í anda hugsjóna hans um samfélag sem byggir á þátttöku, frelsi og réttlæti. Hafið endilega samband ef þið eruð með efni um jaðarpólitík, heimspeki, félagsvísindi menningu og listir sem ykkur langar að birta og gæti átt vel heima á þessum vef.

Við óskum jafnframt eftir því að þeir sem eiga í fórum sínum skrif eftir Hauk, myndir af honum eða atburðum sem hann tók þátt í og annað efni sem tengist honum á einhvern hátt hafi samband.

Mynd: Benjamín Julian

Share to Facebook