Leikmenn án landamæra standa að verkefnasjóði Hauks Hilmarssonar. Fyrsta verkefni okkar er málþing sem ætlað er að varpa ljósi á hugsjón Hauks um frelsi hvers manns til að velja sér samastað og móta samfélag sitt. Málþingið verður haldið í ráðstefnusal Íslenskrar Erfðagreiningar laugardaginn 8. júní kl 12:00-17:00. Fleiri viðburðir verða haldnir þessa helgi.
Leikmenn án landamæra vinna að betri meðferð flóttafólks og gegn þeim aðstæðum sem hrekja fólk á flótta frá heimilum sínum, þ.m.t. heimsvaldastefnu, auðræði og fjandsemi í garð minnihlutahópa.
Við stefnum að ýmsum verkefnum sem eru til þess fallin að dýpka skilning almennings á rótum flóttamannavandans og tengslum hans við önnur vandamál, svosem umhverfispjöll, nýlendustefnu nútímans og stéttaskiptingu. Vinnustofur, kynningarherferðir, gerð fræðslumyndbanda o.fl. er meðal þess sem kemur til greina en allar hugmyndir eru vel þegnar.
Hægt er að leggja Leikmönnum án landamæra lið með framlögum í sjóðinn, með þáttöku í verkefnum og með því að leggja þessari vefsíðu til efni, svosem greinar, myndir og myndbönd um efni sem tengjast hugsjónum Hauks.