X

Yfirlýsingin frá hópnum sem fór í FME

Pólitísk aðgerð þann 18. des 2008

Fjármálaeftirlitið hefur brugðist þeirri skyldu sinni að veita viðskiptalífinu aðhald og eftirlit. Sú vanræksla er ein af ástæðum þess að þúsundir Íslendinga sjá fram á atvinnuleysi, eignamissi og jafnvel gjaldþrot. Almenningur stendur varnarlaus gegn afglöpum fjármálaeftirlitsins en stjórnarmenn sitja þó sem fastast í hálaunastöðum sínum, staðráðnir í að firra sig ábyrgð.

Í dag komum við saman í húsi fjármálaeftirlitsins, í þeim tilgangi að raska ró þeirra sem hér hafa verið að dunda sér við eitthvað allt annað en að sinna störfum í þágu þjóðarinnar. Við krefjumst þess að stjórn fjármálaeftirlitsins segi af sér og gefi viðunandi skýringar á því hvernig yfirvofandi bankahrun og það sjónarspil sem átt hefur sér stað í viðskiptalífinu, gat farið fram hjá þeim.

Við sættum okkur ekki við að þeir sem bera ábyrgð á efnahagshruninu haldi áfram að mata krókinn á kostnað almennings. Við krefjumst þess að stjórn fjármálaeftirlitsins víki.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  • ---------------------------------------------------------------------

    Mata hvaða krók? Það heitir að maka krókinn og er dregið af því að þegar krókur er beittur þá er hann makaður.

    Þorvaldur Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 12:55

    ---------------------------------------------------------------------

    Forstjóri fjármálaeftirlitsins er með 1.7 milljónir á mánuði, maður sem hefur algjörlega brugðist starfi sínu.

    Maðurinn er vanhæfur og á að víkja.

    Ég styð ykkar mótmæli 110%

    Kveðja

    AceR, 18.12.2008 kl. 12:57

    ---------------------------------------------------------------------

    Og hvað svo?  Setjum sem svo að þið fáið það sem þið heimtið.  Hvað svo?  Hverja á að skipa í hvaða stöður?  Hvaða hæfniskröfur hafa viðkomandi til að gegna þeim stöðum?  Hvað viljið þið frekar að gert verði í stað láns frá IMF?  Hvernig viljið þið greiða úr þeim vanda sem við erum í?

    Það er ekki nóg að ganga um bæinn skemmandi eigur annara og heimta að hausar fjúki nema eitthvað lausnir fylgi með.

    Nú skalt þú, Eva, útskýra HVAÐ það er sem þið viljið gera og af hverju það ætti að virka betur en eitthvað annað?

    Liberal, 18.12.2008 kl. 13:39

     ---------------------------------------------------------------------

    Liberal:

    Það hlýtur að vera hægt að finna hæft fólk hér á landi sem ekki átti hlut í bankahruninu. Ef svo er síðan ekki er hægt að finna hæfa starfsmenn erlendis frá.

    Skrítið að fólk haldi að þeir starfsmenn sem vinna hjá bönkunum í dag séu þeir einu í heiminum sem geti unnið þessi störf.

    Vitleysa er þetta bara!

    AceR, 18.12.2008 kl. 13:50

     ---------------------------------------------------------------------

    Skrítið að fólk haldi að þeir starfsmenn sem vinna hjá bönkunum og fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum í dag séu þeir einu í heiminum sem geti unnið þessi störf.

    Átti þetta að vera.

    AceR, 18.12.2008 kl. 13:51

     ---------------------------------------------------------------------

    Hlýtur að vera?  Þannig að menn vilja leggja landið í rúst og sjá svo bara til hvað gerist?  Vona að hópur aktívista detti niður á eitthvað sniðugt eða bara finni einhverja til að gera hlutina fyrir þá?

    Er þetta það sem mótmælendur bjóða okkur upp á?  Ganga um með ofbeldi og skemmdarverkum, heimta afsagnir Péturs og Páls, og segja að það hljóti barasta að vera hægt að finna einhverja aðra?  Og hvað eiga þessir "einhverjir aðrir" að gera?  Eða haldið þið að það sé bara nóg að skipta um fólk við stjórn?  Þið hafið vonandi einhverjar hugmyndir um HVERNIG þessir "einhverjir" eiga að vinna vinnuna sína, er það ekki?  Eða nægir bara að steyta skapi sínu á þeim sem hafa verið við völd og láta svo bara kylfu ráða kasti í framtíðinni?

    Enginn hefur haldið því fram að núverandi ráðamann eða stjórnendur í fyrirtækjum séu þeir einu sem geti unnið störfin sem þeir nú gegna.  Hins vegar hafa þeir farið kurteisislega fram á það að rumpulýðurinn komi með einhver haldbærari rök fyrir sínu máli en upphlaup og kjaftbrúk.

    Það yrði eflaust mjög fróðlegt að sjá HVAÐ skríllinn hyggst gera ef að hans kröfum verður gengið, og ég vona hans vegna að svarið verði eitthvað bitastæðara en þar sem Ace segir - "bara eitthvað" og "það hlýtur".

    Liberal, 18.12.2008 kl. 13:57

     ---------------------------------------------------------------------

    Er þetta það sem mótmælendur bjóða okkur upp á?  Ganga um með ofbeldi og skemmdarverkum, heimta afsagnir Péturs og Páls, og segja að það hljóti barasta að vera hægt að finna einhverja aðra?

    Ég hef reyndar ekki farið í mótmælin eftir bankahrunið. Bý út á landi og var í skóla sem tók allan minn tíma.

    Að þú reynir að einblína á hvernig ég orðaði hlutina sýnir bara í hverksonar þrot þú ert kominn með rök þín.

    Hvort ég segi: Það hlýtur að vera hægt að finna, eða það er hægt að finna er alls ekki aðalatriðið hér.

    Það er til mikið af hæfu fólki hér á landi sem er ekki spillt, vel menntað og hæfileikaríkt.

    Það fólk á að kalla til núna, ekki sama spillta liðið og tók þátt í stærsta bankaráni sögunnar.

    AceR, 18.12.2008 kl. 14:10

    ---------------------------------------------------------------------

    Og annað:

    Svona fólk eins og þú Liberal, er krabbamein í okkar þjóðfélagi.

    Þú horfir upp á fólk missa hús sín, bíla, vinnu og ævisparnað, en það eina sem þú getur lagt til málanna er hve mikill skríll fólkið er sem mótmælir þessu og neitar að sætta sig við að sama fólkið og tók þátt í bankapartíinu er að vinna þar enn. Sama fólkið er í  Fjármálaeftirlitinu sem átti að hafa eftirlit og passa það að svona gæti ekki átt sér stað.

    Mér býður við þér Liberal.

    AceR, 18.12.2008 kl. 14:12

     ---------------------------------------------------------------------

    Það er kannski full gróft að segja mér bjóði við þér Liberal. Óþarft að koma með svona.

    En ég er bara búinn að vera að lesa athugasemdir og blogg fólks í allan dag sem hefur ekkert um mótmælin að segja nema hve mikill skríll þetta er og vitleysingar.

    Maður á bara ekki orð yfir svona hugsunarhætti...

    AceR, 18.12.2008 kl. 14:31

     ---------------------------------------------------------------------

    Vá... alveg rólegur Ace. Þú talar um rökþrot!

    Fólk sem mótmælir er ekki skríll, fólk sem brýtur rúður, grýtir eggjum, hleypur niður starfsfólk Alþingis, dúndrar snjóboltum í samborgara sína er skríll.  Það fólk er ekki að mótmæla, það er með skrílslæti.  Slíkt fólk á að henda bak við lás og slá.  Annars sé ég að það þýðir ekkert að ræða þetta við þig, frekar en aðra "mótmælendur", þegar viðhorf ykkar er þannig að það má bara alls ekki vera ósammála ykkur.  Ég gæti eflaust kallað þig öllum illum nöfnum, en hugsa að ég láti það bara eiga sig, enda er ég betur upp alinn en svo.

    Liberal, 18.12.2008 kl. 14:56

    ---------------------------------------------------------------------

    Þorvaldur. Takk fyrir málfarsinnleggið, ég er sérlega áhugasöm um íslenska tungu. Samkvæmt minni orðabók (sem er Orðabók Menningarsjóðs útg. 1985) er hvorttveggja gilt, að maka krók og mata hann.

    Eva Hauksdóttir, 18.12.2008 kl. 15:17

     ---------------------------------------------------------------------

    Sæl Eva. Ég ætla að leggja fyrir þig örlitlar spurningar.

    Formáli.

    Gerum ráð fyrir að hópi manna líkaði ekki framganga þín og krefðust þess að þú hættir henni. Þú ert staðföst kona og heldur að sjálfsögðu þínu striki þrátt fyrir mótmæli þessara aðila. Nú kemur hópur grímuklædds fólks að húsi þínu og krefst inngöngu. Þú opnar ekki hús þitt fyrir þessum grímuklæddu aðilum og þeir taka að brjóta rúður í húsinu og reyna að berja niður útihurðina.

    Spurningar.

    1. Finnst þér hafa rétt til þess að gera það sem þeir eru að gera af því þú vilt ekki hlusta á þá?

    2. Á hvaða tímapunkti mundir þú hringja á lögregluna?

    Páll (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:48

    ---------------------------------------------------------------------

    Öll vitum við að hrun á alþjólegum hlutabréfamökuðum orsökuðu hrun banka og fjármálafyrirtækja um allan heim. Við þann vanda verða nú flestar þjóðir að berjast. Vandi okkar er af sama toga en en þó margfalt meiri en annara þjóða. Og það stafar einfaldlega af því að okkar örsmá hagkerfi var í margfalt meiri hættu en hagkerfi annara þjóða vegna ofurskuldsetningar spilafíkla með íslenskar kennitölur sem beittu almenning í milljónaþjóðlöndum blekkingum og tældu til sín sparifé sem þeir þurftu á að halda til að afla lausafjár. Hvorki bankaeftirlit, fjármálaeftirlit, Seðlabanki né ráðherrar okkar höfðu af þessu minnstu áhyggjur, né heldur forseti okkar sem þeyttist um heimsbyggðina til að mæra hina glæstu útrás íslenskrar viðskiptaþekkingar. Heimsþekktar fjármálastofnanir, nóbelsverðlaunahafar í viðskiptum og hagfræði ásamt hinum ýmsu virtum álitsgjöfum heima sem heiman vöruðu þráfaldlega við þeim voða sem að okkur væri stefnt við minnstu óhöpp. Við öllu var brugðist með hroka og háðsyrðum af hálfu allra þeirra valdsmanna og embættismanna stjórnsýslu okkar þjóðar sem til andsvara urðu. Frægur er kuldahlátur varaformanns Sjálfstæðisflokks þegar einn íslesnkur hafgfræðingur setti fram sínar aðvaranir s.l. vor. Hún botnaði hláturinn með því að þessi maður yrði greinilega að læra lexíurnar sínar betur!

    Ég er í hópi þeirra sem fagna og þakka þeim sem nú ganga fram fyrir skjöldu með hávaða og einurð í kröfu um að þetta ógæfufólk hverfi af vettvangi. Það svaf á verði meðan drullusokkar höfðu okkur að leiksoppi og tortímdu framtíðarsýn ungs fólks á Íslandi um mannsæmandi fjölskyldulíf við efnahag í hlutfalli við eigið vinnuframlag. Settu þetta fólk í gíslingu tilbúinna skuldaklafa til æviloka. Við erum að tala um samfélagslega glæpastarfsemi sem felst í því að bregðast umbjóðendum sínum með sofandahætti og hroka í ógnvænlegu hættuástandi. Og ég er að tala um pólitíkusana sem lugu því allt frá fyrsta degi "að þetta hefði enginn getað séð fyrir." Með hógværum og kurteislegum mótælum hefur þetta ógæfufólk verið beðið um að yfirgefa þann blóðvöll sem það bjó til á örfáum mánuðum. Nú er allri kurteisi lokið og mér sýnist stefna í slæmt ástand á okkar góða landi.

    Lýðræðið í sinni góðri og einfaldri boðun er ávísun á sanngirni og gagnkvæman skilning stjórnvalda og umbjóðenda þeirra. Lýðræði sem hefur verið skekkt með hroka valdstjórnar og afneitun á mistökum að viðbættri lygi eftir þörfum er ekki samfélagsform sem fólk með frjálsa hugsun samþykkir. Ef valdhafar skilja ekki þau skilaboð að þeir hafi misfarið með umboð sitt og eigi að víkja, þá verða þeir einfaldlega látnir víkja.

    Saga annara þjóða segir okkur frá því að þegar svo er komið þá gildir neyðarrétturinn.

    Árni Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 16:50

     ---------------------------------------------------------------------

    Minni á að Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði til á fyrsta degi eftir hrunið að ríkisstjórnin gengi frá borði og skipuð yrði utanþingsstjórn. Einhvern tímann hefur verið minni ástæða til að fara að ráðum "þess ágæta" manns.

    Að maka krókinn og mata krókinn hygg ég að séu jafngildar myndlíkingar. Maka krókinn er þó að líkindum nokkru eldra.

    Árni Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 17:03

     ---------------------------------------------------------------------

    Liberal.

    Þessi hópur sem ég var með í morgun er ekki stjórnmálaflokkur með stefnuskrá. Þetta er hópur fólks með mismunandi pólitískar skoðanir en á það þó sameiginlegt að vilja losna við óhæfa stjórnendur. Ég get því ekki sagt þér hvað VIÐ viljum, heldur bara hvað ég vil sjálf.

    Mínar hugmyndir eru reifaðar t.d. hér: http://www.nornabudin.is/sapuopera/2008/12/post_240.html

    og hér: http://www.nornabudin.is/sapuopera/2008/12/leiir_til_lausna_2.html

    Eitt af því fyrsta sem ég vildi gera er að taka upp dollar en Gunnar Waage hefur gagnlegar upplýsingar um þann kost. http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

    Hvað varðar það hverjir eigi að koma í stað þeirra óhæfu hausa sem fjúka, þá bara hef ég ekki þekkingu til að meta hæfni manna í þau störf.  Ég hef þó engar áhyggjur af því að ekki finnist einhverjir skárri en þeir sem nú sitja við völd.

    Eva Hauksdóttir, 18.12.2008 kl. 17:15

    ---------------------------------------------------------------------

    Já og það skortir ekkert rök fyrir því hvers vegna þeir ættu að segja af sér. Fjármálaeftirlit sem tekur ekki eftir því að sömu mennirnir séu stöðugt að kaupa og selja vinum sínum og sjálfum sér (sem Danir voru þó búnir að benda á) með þeim afleiðingum að við sjáum fram á eitthvert feitasta þjóðargjaldþrot sem sögur fara af, eru augljóslega ekki hæfir.

    Eva Hauksdóttir, 18.12.2008 kl. 17:20

     ---------------------------------------------------------------------

    Páll.

    Annarsvegar eru almennir borgarar að ráðast á stofnun sem hefur vald til að setja heilt þjóðfélag á hausinn (og er reyndar búin að því) og ekki virðist nokkur leið að koma lögum yfir.

    Hinsvegar ræðst hópur manna á einstakling sem hefur engin völd og er mjög auðvelt að ákæra og draga fyrir dóm.

    Þú hlýtur að sjá muninn á þessu tvennu. Þetta er svona eins og Emil og fíllinn. Borgaraleg óhlýðni er einmitt ráð, og oft eina ráðið sem fólk getur gripið til þegar við er að etja þá sem hafa völdin, setja lögin og ráða yfir lögreglunni.

    Hitt er svo annað mál að ef aðgerðir mínar hefðu kostað þúsundir manna aleigu sína, þá  þyrfti ekki að skora á mig að hætta að mótmæla, ég hefði rænu á að hætta af sjálfsdáðum.

    Eva Hauksdóttir, 18.12.2008 kl. 17:43

    ---------------------------------------------------------------------

    Dáist að ykkur! Þið unga fólkið eruð miklu hugrakkara en við sem erum smám saman að komast á eftirlaunaaldurinn. Þó get eg sagt þér Eva að fyrir nokkru ræddi eg við gamlan mann sem ekki er par hrifinn af Davíð. Hann vildi gera byltingu ef hann væri ekki orðinn svona gamall en hann er 85 ára!

    Gangi ykkur vel!

    Mosi

    Guðjón Sigþór Jensson, 18.12.2008 kl. 17:58

     ---------------------------------------------------------------------

    Eva

    Það er jafnauðvelt að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu og einstaklingi á því er engin grundvallarmunur. Í siðuðu þjóðfélagi velja menn dómstólaleiðina þegar þeir telja á sér brotið. Ef það er hinsvegar ætlan þín að auka upplausnina og koma á stjórnleysi (anarky) þá ert þú á réttri leið.

    Ef aðgerðir þínar stigmagnast verða frekari eignarspjöll og veruleg hætta er á að mannslífum verði fórnað (á altari borgaralegrar óhlýðni). Komi til þess munt þú að sjálfsögðu firra þig allri ábyrgð líkt og ráðamenn gera nú vegna bankahrunsins.

    Ég bið þig því að íhuga framtíðina og standa að friðsamlegum mótmælum og kæra alla þá sem þú telur seka þannig að þeir verði dregnir fyrir dóm. Dómstóll götunnar hefur aldrei verið og verður aldrei sanngjarn.

    Ég bið þig jafnframt að hafa í huga hina gullnu reglu:

    Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður skalt þú og þeim gjöra.

    Páll (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:46

     ---------------------------------------------------------------------

    Hvernig hefur þeim lyktað málunum sem almennir borgarar hafa reist gegn stjórnsýslustofnunum sem verndaðar eru af valdstjórninni Páll minn biblíufróði?

    Ég skal upplýsa að þeim hefur nær öllum verið vísað frá. Og ef þau lenda í úrskurði dómstólanna þá vita allir að í þau embætti hefur verið raðað fólki sem dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa sérvalið í öryggisskyni.

    Andóf götunnar í dag er uppsöfnuð reiði fólks gegn spillingu og samtryggingu undangenginna áratuga. Og sem endaði í hræðilegustu efnahagskreppu sem þekkst hefur í nokkru OECD ríki allt frá seinni heimsstyrjöld.

    Árni Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 21:41

     ---------------------------------------------------------------------

    Árni.

    Ég hef fullt traust á íslenskum dómstólum og tel að dómar falli í samræmi við íslensk lög samkvæmt mati dómaranna hverju sinni. Ég skal nefna þér þrjú stór mál sem ég man eftir í fljótheitum, þar sem saksóknari hefur farið halloka. Baugsmálið, Málverkafölsunarmálið og nú síðast ákæra á Jón Ólafsson í skattsvikamáli.

    Stjórnarskráin tryggir okkur rétt til lýðræðislegra kosninga á 4 ára fresti. Núverandi þing er rétt kjörið og við kjósendur verðum að bíða næstu kosninga en þá getum við með atkvæði okkar kveðið upp dóm yfir valdhöfunum. Það vinnst ekkert með því að stofna til eignatjóns og ofbeldis. Það eykur á glundroðann sem nú ríkir, eykur tjón allra og getur jafnvel leitt til manntjóns.

    Því segi ég: Mótmælum á friðsamlegan hátt án eignaspjalla og veitum stjórnvöldum þá refsingu sem þau eiga skilið í næstu kosningum.

    Páll (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:27