Hrafntinna endurnýjast á 4-5 þúsund ára fresti.
Segið svo að listamenn séu vanmetnir á Íslandi.
Skyldi Guðjón Samúelsson hafa haft nokkra hugmynd um það hve mikið (eða lítið) er til af hrafntinnu í heiminum, þegar hann ákvað að nota hana utan á Þjóðleikhúsið? Vissi einhver það á þeim tíma? Er hugsanlegt að Guðjón hefði horfið frá því að nota einmitt þessa steintegund ef hann hefði vitað að menn myndu sækja hana á friðlýst svæði?
Ég veit ekkert um Guðjón Samúelsson annað en það að hann var stórkostlegur arkitekt en það kæmi mér ekkert á óvart þótt hann væri viðræðuhæfur um annan kost ef hann væri á lífi. Hrifing Guðjóns á náttúrunni endurspeglast í verkum hans og mér er til efs að hann hafi haft meiri mætur á glórulausri hlýðni við flotta hugmynd en virðingu fyrir ríki náttúrunnar. Leiðréttið mig ef þið vitið betur.