„Við“
erum ekki kristin þjóð, heldur þjóð sem heldur uppi ríkisrekinni kirkju af því að flestum finnst eitthvað heillandi við athafnir eins og barnsskírn og brúðkaup, enda þótt hefðin ein standi eftir og þessar athafnir séu raunar alls ekki frá Kristi komnar.
Staðreyndin er sú að meiri hluti þjóðarinnar trúir því að Gvuð sé einhverskonar alheimsorka eða gott afl í manninum sjálfum sem hafi enga skoðun á því hvernig við hugsum og hegðum okkur, hvað þá að erfiðleikar séu refsing Gvuðs fyrir vantú og ranga hegðun. Þetta er mjög ókristileg hugmynd.
Önnur staðreynd er sú að meirihluti Íslendinga álítur að framliðnir lifi á einhvern hátt og margir trúa því að þeir geti fylgst með okkur og jafnvel haft samband. Sú hugmynd sem kirkjan játar er sú að framliðnir sofi í gröfum sínum fram að degi allsherjar upprisu.
En auðvitað gæta prestar þess vel að segja fermingarbörnum ekki frá því.