Þann 12. september standa grasrótarhreyfingar víða um heim fyrir alþjóðlegum mótmælum gegn stóriðju. Á Íslandi er þessi dagur helgaður stuðningi við baráttu íbúa í nágrenni Þjórsár gegn áformum Landsvirkjunar um stíflur og lón í neðri hluta Þjórsár.
Þær aðgerðir sem eru fyrirhugaðar á vegum Saving Iceland þennan dag eru afskaplega Íslendingslegar (eins og reyndar flestar aðgerðir Saving Iceland, það eru aðeins þær allra hörðustu sem rata í fjölmiðla) og ættu að henta jafnvel forpokuðustu hvítflibbum. Við ætlum að fá okkur labbitúr fyrir framan Stjórnarráðið, dreifa lesefni og svo er fyrirhuguð mótmælastaða við Þjórsá og nestisferð að Urriðafossi.
Þeir sem hafa áhuga á að vera í samfloti að Þjórsá geta sent mér tölvupóst eða hringt í mig.
View Comments (1)
Mikið væri ég til ef ég væri ekki í fjötrum hins alíslenzka vinnusiðgæðis... hver ól þetta upp í manni eiginlega?? Ég mun hugsa til ykkar.
Posted by: Þórunn Gréta | 11.09.2007 | 22:46:45
Ég kæmi ef ég kæmist, en ég kemst ekki þannig að ég kem ekki. :/
Posted by: Vésteinn | 12.09.2007 | 4:06:42