Ætli fólk upplifi það almennt sem ákaflega dramtískan viðburð að skipta um banka?
Þegar allt kemur til alls virðast flestir halda sig við sama bankann lengur en sama makann.
Ætli fólk upplifi það almennt sem ákaflega dramtískan viðburð að skipta um banka?
Þegar allt kemur til alls virðast flestir halda sig við sama bankann lengur en sama makann.
View Comments (1)
________________________________
þetta er mjög spes framsetning hjá þeim og ekki sérlega smekkleg ef maður hugsar hana út frá þessum skrifum þínum.
Posted by: inga hanna | 6.03.2007 | 20:42:25
-------------------------------------------------
Ég held að það sé mikið til í því að fólk skipti sjaldnar um banka en maka. Ég skipti bara einu sinni um Banka á Íslandi. Var fyrst í Sparisjóðnum en flutti mig yfir í Útvegsbankann þegar mér var meinað um Visakort vegna þess að bróðir minn hafði brotið af sér.
Síðan hefur reyndar Útvegsbankinn stöðugt breytt um nafn en ég fylgt með í farteskinu.
Hvaða auglýsing er það annað sem þið eruð að vísa til?
Posted by: Þorkell | 7.03.2007 | 0:34:09
-------------------------------------------------
Auglýsingar frá Sparisjóðnum. Þær sýna fólk sem er að slíta sambandi. Viðkomandi segir kærustunni/kærastanum að hann/hún sé búinn að fá nóg af því að tala við einhvern sem hlustar ekki (ekkert dæmi er tekið) og að það séu bara grundvallaratriði sem séu ekki í lagi (ekki kemur fram hvaða grundvallaratriði það eru). Þegar hann/hún stendur upp sést svo að senan fer fram í banka og viðmælandinn er þjónustufulltrúi sem er sýnilega miður sín og vill endilega halda í þann sem er á förum. Auglýsingarnar enda á orðunum "varstu að segja bankanum þínum upp? Hefurðu reynt við Sparisjóðinn?"
Það er dálítið ironískt að fólk sem er svona agalega óánægt skuldar yfirleitt of mikið til að aðrir bankar kæri sig um að taka við því.
Posted by: Eva | 7.03.2007 | 7:18:31
-------------------------------------------------
Er ekki gott að skulda mikið? Er þá ekki bankinn að græða alveg helling á vöxtum og verðbótum?
Posted by: Gerður | 7.03.2007 | 9:58:58
-------------------------------------------------
Jú ef fólk borgar skuldirnar sínar á annað borð. Bankarnir afskrifa helling af skuldum á hverju ári og eftirsóknarverðustu viðskiptavinirnir eru að sjálfsögðu þeir sem leggja inn stórar fjárhæðir og standa í skilum. Enda er yfirleitt gert vel við þá.
Posted by: Eva | 7.03.2007 | 10:42:00
-------------------------------------------------
Ég held að þetta sé ekki rétt. Ég held að eftirsóknarverðustu kúnnar bankanna séu þeir sem skulda, er með yfirdrátt og allan pakkann en standa samt nokkurn veginn í skilum. Rúlla áfram skuldunum en fara ekki á hausinn. Þeir borga yfirdráttarvexti, vanskilagjöld og allt það gums. Þeir sem standa í skilum eru ekkert spennandi.
Posted by: Hugz | 7.03.2007 | 11:43:13
-------------------------------------------------
held að það sé rétt hjá hugz og þess egna reina bankarnir að ginna til sín ungt fólk með gilliboðum um lága yffirdrætti og hagstæð neyslulán
Posted by: Stefán | 7.03.2007 | 12:05:12
-------------------------------------------------
Hugz er algerlega að hitta naglann á höfuðið þarna.
Posted by: Harpa | 7.03.2007 | 12:38:00
-------------------------------------------------
Þessar auglýsingar eru afar hallærislegar. En ég er sammála Hugz, það eru stórskuldararnir sem borga starfsmannapartíin í bönkunum...
Posted by: Harpa J | 7.03.2007 | 13:35:46
-------------------------------------------------
Þannig að það er bara svona barbabrella hjá bönkunum að veita stóreignafólki betri kjör?
Posted by: Eva | 7.03.2007 | 14:23:28
-------------------------------------------------
Unga fólkið, uhh. Sumt af því á eftir að verða ríkt, það er ekki ennþá búið að koma sér í alvarlegar skuldir og fólk virðist halda ótrúlegri tryggð við bankann sinn. Ekkert undarlegt þótt bankinn vilji fá unga fólkið.
Posted by: Eva | 7.03.2007 | 14:25:19
-------------------------------------------------
Mér finnst þessar auglýsingar asnalegar. Má maður koma og hrauna yfir einhverja saklausa þjónustufulltrúa ef maður er fýldur út af vaxtakjörum ? Muniði ekki eftir auglýsingunum frá VR hér forðum daga þar sem manni var kennt að vera ekki dónalegur við afgreiðslufólk. Eru bankastarfsmenn eitthvað lægra settir ?
Posted by: Hugz | 7.03.2007 | 15:25:03