„Engin ástæða til að senda ekki fullorðna til Grikklands“ |
Sameinuðu Þjóðirnar gefa út tilmæli um að senda hælileitendur ekki til Grikklands. Evrópusambandið leggst líka gegn því sem og ýmis mannréttindasamtök. Þetta er þó greinilega hið mesta bull, enda komast þeir sem hafa hagsmuni af því að losa sig við flóttamenn að þeirri niðurstöðu að ekkert mæli gegn því að senda þá til Grikklands.
Af hverju eru SÞ að ljúga svona? Hvað gengur þessu fólki til?
View Comments (1)
---------------------------------------------------
Það er með ólíkindum að Útlendingastofnun á Íslandi sé svo kaldrifjuð að vilja senda hælisleitendur úr landi. Því þarf að skoða grunn stofnunarinnar og rannsaka hvort aðgerðir hennar stangist ekki á við lög. Ísland hefur skuldbindingum að gegna við móttöku flóttamanna og það er mikilvægt að Útlendingastofnun starfi eftir þeim.Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 03:39
---------------------------------------------------
Allt í lagi með fullorðna. Bara kannski ekki börn, foreldra barna og þá sem einu sinni voru börn...
Í alvöru þá heyrðist ekki betur en að dómsmálaráðherra vildi kanna örlítið betur ástæður þess að S.Þ. hafa sitthvað að athuga við sendingar á flóttamönnum til Grikklands.
Er tími embættismanna/kvenna að renna upp ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 08:05
---------------------------------------------------
Eva; Þegar ég var í Grikklandi sl sumar þá var albanskur vinur minn handtekinn fyrir að vera ólöglegur í landinu. Ég fór nokkrum sinnum í fangelsið þar sem hann var í haldi af því að ég var að reyna að útvega honum lögfræðing.
Í fyrsta lagi er þvílíkt erfitt að finna lögfræðing sem vill taka svona mál að sér. Grískir lögfræðingar forðast svona mál eins og heitan eldinn af því að þau eru "óvinsæl" og koma í veg fyrir að þeir fái "góð" mál. Möo þeir hafa áhyggjur af því að ná ekki frama í starfi ef þeir taka svona mál að sér.... nauðgunar- og heimilisofbeldismál falla reyndar undir þessar óvinsældir líka
En allavega.. ég heimsótti hann nokkrum sinnum í fangelsið og aðstæðurnar eru hreint ömurlegar.
Lögreglan stundar það að keyra um byggingarsvæði og hirða upp slatta af starfsmönnum, fara með þá og kanna síðan hvort þeir hafi leyfi.
Í þessu tilfelli hirtu þeir upp 20 menn. Þeir voru allir saman í pínulitlum klefa. Ég átti ekki að fá að hafa neitt samband við hann...allar heimsóknir bannaðar. En ég veifaði íslenska vegabréfinu mínu og talaði hátt á ensku... þeir virðast halda að ef þú talir góða ensku þá hljótir þú að vera agalega mikilvæg persóna.
Þessi vinur minn reyndi að bera sig vel en þegar ég gekk á hann þá kvartaði hann yfir meðferð, barsmíðum, óætum mat, skort á hreinlæti... en það var víst fata í klefanum fyrir þá alla sem var bara tæmd eftir dúk og disk.
Hann var sendur heim... eitthvað sem honum fannst hræðileg tilhugsun í fyrstu en eftir á taldi hann sig agalega heppinn að hafa komist heim.
Kerfið okkar er gallað. En það er ekkert kerfi á Grikklandi. Þar ákveður bara hver lögreglustjóri í sínu umdæmi hvernig hann fer með svona mál
Heiða B. Heiðars, 31.3.2009 kl. 08:14
---------------------------------------------------
Takk fyrir þetta innlegg Heiða. Má ég hafa þessa frásögn eftir þér?
Eva Hauksdóttir, 31.3.2009 kl. 18:39