X

Þaulsetin

Nokkrar spurningar sem vakna við lestur þessarar fréttar.

-Var klósettið þá ekkert þrifið í tvö ár?
-Af hverju datt hún ekki af klósettinu þegar hún sofnaði?
-Hvar kúkaði kærastinn?
-Ef klósettsetur ná að gróa inn í hold fólks á tveimur árum, hvernig stendur þá á því að maður heyrir aldrei fréttir af inngrónum giftingarhringjum, eyrnalokkum, úrum og öðru skarti sem fólk gengur oft með áratugum saman?
-Spurði fólk sem kom í heimsókn aldrei óþægilegra spurninga?
-Fór kærastinn aldrei að heiman yfir helgi eða hver fóðraði hana þá á meðan?
-Hvaða afsökun gaf hún fjölskyldu og vinum fyrir að hitta engan svona lengi?
-Hvernig fór jólahald fram á heimilinu?

Tags: fjölmiðlar
orblogg:

View Comments (1)

  • -----------------------
     

    þvílík bullfrétt. næstum of heimskulegt til að vera flökkusaga.

    Posted by: baun | 15.03.2008 | 10:24:40

    ---   ---   ---

     

    Ég er búin að velta þessari frétt mun meira fyrir mér en öllum fjármálakreppufréttunum.

    Posted by: Unnur María | 15.03.2008 | 19:32:16

    ---   ---   ---

     

    Hún myndi frá legusár og deyja innan tveggja mánaða. Þetta er lygi.

    Posted by: Þorkell | 16.03.2008 | 12:28:47