Sennilega er hugmyndin með þessum þáttum sú að tékka á því hvernig venjulegt fólk bregst við þegar fáviti er látinn taka viðtal við það. Niðurstaðan kemur ekki á óvart; flestir reyna sennilega bara að halda andlitinu og bíða eftir að þessu bulli ljúki án þess að þeir þurfi að sýna verulegan dónaskap. Athyglin beinist því að fávitagangi stúlkunnar en ekki viðbrögðum viðmælandans. Hugsanlega er fyrirmyndin að Sylvíu Nótt sjónvarpsviðtöl Bridget Jones en stóri munurinn er sá að Bridget Jones er bæði fyndin og einlæg. Spurning hvort sé réttlætanlegt að reyna að gera grín að treggáfuðu fólki á þennan hátt. Þetta er nefnilega ekki einu sinni fyndið, bara ægilega pínlegt.