X

Starfshættir grunnskóla skulu mótast af trúfrelsi

Nokkrir þingmenn vilja að Alþingi álykti um mikilvægi þess að opinberir skólar vandi til fræðslu um hinn kristna menningararf þjóðarinnar, í þeim tilgangi að stuðlað verði að auknum skilningi á þeirri arfleifð.

Nú minnist ég þess ekki að nokkurntíma hafi komið frá Alþingi neitt sem gefur skólum afslátt af vöndun umfjöllunar sinnar í nokkurri grein. Almennt er gengið út frá því sem sjálfsögðu að skólastarf eigi að vera vandað. Í raun gengur þessi tillaga heldur ekkert út á það að skólar eigi að vanda kristinifræðslu sína, heldur að kirkjan eigi að hafa frjálsan aðgang að skólum.

Spurt er: Ef kynning á hvers konar öðru æskulýðsstarfi, t.d. íþróttafélaga, er heimil, hvers vegna þá ekki kynning á kirkjulegu starfi?

Það er hálfömurlegt að þeir sem telja sig hæfa til þess að hafa vit fyrir þorra þjóðarinnar skuli virkilega þurfa að spyrja svona bjánalega en það er allt í lagi, Norna frænka býr yfir ótrúlegri þolinmæði gagnvart heimskingjum og er alveg tilbúin til að svara. Ég hef svarað þessu áður hér. Læt það duga í bili en ef einhver hefur frekari spurningar um þetta efni eftir lesturinn, skal ég með ánægju ausa af brunni visku minnar.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg: