X

Skrúfaðu fyrir vatnið

Það gerist æ oftar að ég heyri fólk tala um að slökkva á vatninu eða kveikja á vatninu.  Ég veit einnig dæmi þess að fólk slökkvi á bílnum. Ég minnist þess þó ekki að hafa heyrt neinn tala um að kveikja á bílnum.

Mér finnst þetta ákaflega einkennilega að orði komist. Ég kveiki og slekk ljós og ég kveiki og slekk á sjónvarpinu og þvottavélinni. Hins vegar skrúfa ég fyrir vatnsrennslið og drep ábílnum.

Í gær heyrði ég talað um að kveikja á krananum. Það er rökrétt ef maður ýtir á takka til þess að opna fyrir vatnsflæðið. Mér finnst það hljóma einkennilega en jú, ég fellst á að það að skrúfa feli alltaf í sér snúning.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg: