X

Samfélag án andspyrnu

Ef meirihlutinn hefði alltaf fengið að ráða, og ef minnihlutinn hefði alltaf farið að lögum, þá hefði aldrei orðið neitt þrælastríð. Indverjar hefðu aldrei risið gegn Bretum. Íslenskir verkamenn hangandi á horriminni hefðu sætt sig við 30% launalækkun í stað þess að berja kúgara sína með stólfótum fyrir utan Gúttó. Konur hefðu ekki kosningarétt, samkynhneigð væri skilgreind sem glæpur, verkalýðsfélög væru ekki til og flokkseinveldi væri skilgreint sem lýðræði. Gullfoss hefði þegar verið virkjaður og ég hefði verið brennd á báli fyrir trúvillu um það leyti sem bekkjarsystkini mín fermdust.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (0)