X

Réttu upp hönd ef þú þarft aðstoð

Í síðasta pistli ræddi ég beygingu orðsins hönd en margir virðast rugla saman þolfalli þess og þágufalli. Þó er mun hroðalegri villa tengd orðinu hönd að ryðja sér til rúms en það er orðmyndin hend, sem er alls ekki til í íslensku. Skólabörn segjast oft “rétta upp hend” til að gefa kennara merki um að þau þurfi aðstoð og einhentur maður er sagður “bara með eina hend”.

Leiðréttum þá sem nota orðahroða af þessu tagi hvenær sem við heyrum –líka fullorðna. Kennarar eru sennilega í betri aðstöðu en flestir aðrir þar sem vinna þeirra felst að hluta til í því að sinna börnum með hendur á lofti. Ég ætlast beinlínis til þess af kennurum að þeir brýni fyrir nemendum að rétta upp hönd en ekki hend.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg: