X

Pósa

Fangaðu sál mína,
klámfengna blygðun,
eitt stafrænt augnablik.

Fíkjublaði skreyti ég nekt mína
Brosi til linsunnar,
bak við hárið
veðböndum prýtt.

birta: