Ég skil vel að það skuli teljast fréttnæmt þegar síamstvíburar eru aðskildir. Í slíkum tilvikum beinist kastljósið að flóknum læknisfræðilegum aðgerðum. En fæðing barna með þessa fötlun ratar ekkert síður í fréttir. Mér finnst það óeðlilegt og hef engin rök séð sem mæla með því.
Reyndar finnst mér löngu kominn tími til að endurskoða ýmsar hefðir í fréttamennsku. Af hverju eru t.d. svo til öll umferðaróhöpp fréttaefni, áverkum á fólki og ástandi ökutækja lýst í smáatriðum en hins vegar ekki talið fréttnæmt ef fólk deyr af völdum sjúkdóma nema það sé frægt eða sjúkdómurinn bráðsmitandi? Ég er ekki að mæla með því að öll dauðsföll verði tíunduð í fréttum en hefðir skapast ekki endilega af náttúrulögmálum og mér finnst viðeigandi að fréttamenn velti þessu fyrir sér.
View Comments (1)
Árni Svanur @ 21/07 17.13
Vel mælt.
Þorkell @ 21/07 18.01
Sammála!!!