Þessi fréttamaður tók við mig langt viðtal og þar kom skýrt fram að ég stjórna ekki einu eða neinu, enda vinna þessir aðgerðahópar sem ég hef unnið með ekki eftir einhverju pýramídakerfi. Ég stjórna hvorki hópum né einstaklingum. Hvortveggja þá eru aðgerðasinnar almennt fólk sem lætur ekkert segja sér fyrir verkum og flest okkar gera einnig þá kröfu til annarra að þeir hugsi sjálfstætt og taki frumkvæði. Ég hef engan áhuga á að stjórna fullorðnu fólki, ég hef hinsvegar áhuga á að taka þátt í þeim með jafningjum.Ég hef tjáð mig í fjölmiðlum. Ég hef svarað gagnrýni sem byggir á fordómum og vanþekkingu. Mér lætur vel að tala og skrifa en er hinsvegar ekki góð í því að klifra upp húsveggi eða standa í vegi fyrir fílelfdum lögregluþjónum. Það að ég tali mikið, merkir ekki að ég stjórni neinu og ég gerði þessum fréttamannsskratta það alveg ljóst.
View Comments (1)
-------------------------------------------------
"ég gerði þessum fréttamannsskratta það alveg ljóst. " er þetta rétt eftir þér haft ?
Það að fréttamaður taki langt viðtala þíðir ekki endilega að það komi fram sem þú segir heldur eru hlutir slitnir úr samhengi og notað það sem skilar sölu á sneplinum.
Ragnar Borgþórs, 23.12.2008 kl. 12:01
-------------------------------------------------
Já, mér finnst bara fullkomlega maklegt að kalla þann mann fréttamannskratta sem fer rangt með, vísvitandi.
Eva Hauksdóttir, 23.12.2008 kl. 17:36
-------------------------------------------------
Svona eins og þú ferð rangt með, vísvitandi?
Liberal, 23.12.2008 kl. 18:56
-------------------------------------------------
Fréttamenn sem kunna ekki að segja frá staðreyndum - heldur túlka þær með gleraugum eigenda eða jafnvel sinna eigin eru einfaldlega óhæfir fréttamenn. Þú ættir að þekka slíka fréttamennsku, búandi á spillingareyjunni Íslandi, svo ekki láta það koma þér á óvart þó einhver erlendur rugludallur snúi út úr því sem þú segir. Hann er bara kjánalegur og þessi frétt hans byggir að mestu á túlkunum Hannesar H. Hómstein á því hvernig Ísland sé bara eitt af fjölmörgum fórnarlömbum heimskreppunnar. Blaðasnápurinn hefur ekki einu sinni fyrir því að kynna sér (eða kynna lesendum sínum) að Hannes H. Hólmstein sé eitt mesta skoffín íslandssögunnar og gjörsamlega ómarktækur handbendill bláu handarinnar. B
BKV
Þór Jóhannesson, 23.12.2008 kl. 21:36
-------------------------------------------------
Þú ert að kynnast því sem ég hef í meira en áratug glímt við hér heima.
Ádeilur mínar á gallana í samfélaginu, spillinguna hjá stjórnvöldum, úreltar klíkur og spillt flokksskrípi og brjálaðar hugmyndir ráðamanna að vinna frið með sprengjuárásum á saklaust fólk, áttu ekki uppá pallborðið meðal samtímamanna sem upp til hópa dönsuðu trylltum dansi um gullkálfinn blindir af græðgi og ofláti.
Fjölmiðlafólkið er allt á spenanum hjá ríkisvaldinu sjálfu eða svokölluðum "frjálsum" fjölmiðlum þar sem fjárglæfrasvín halda um spottana á strengjabrúðunum. Meira að segja yfirmaður ríkisfjölmiðlisins var alinn upp í svínastíunni og spottarnir í hann teygja sig örugglega heim í heiðardalinn.
Þegar ég vildi færa þjóðinni ljúffenga Pizzu þá kom hún yfirleitt skaðbrennd úr fjölmiðlaofninum, búið að bæta dylgjum og óhróðri í kaupbætisálegg og svo framreitt á hvolfi svona til þess að örugglega fela hin góðu álegg sem ég vildi bera fram. Hinn venjulegi Íslendingur, sem vann myrkranna á milli til að draga hér fram lífið á meðan spillingargrísirnir kýldu vambirna af góðærinu, og sem settist uppgefinn og hungraður framan við imbakassann þegar heim var komið á kvöldin, var frjór jarðvegur fyrir fordómavefina sem brúðurnar á skjánum voru iðnar spinna til að afskræma og fela bannorðin um nýju fötin keisarans.
Þannig hefur þjóðin verið blekkt aftur og aftur til að kjósa yfir sig hvern skúrkinn á fætur öðrum. Í æðstu embættum þessarar menntuðu þjóðar situr jafnvel fólk sem ekkert boðlegt hefur fram að færa annað en viljann til að leggjast undir spena gyltunnar í svínastíunni eins og hverjir aðrir blindir grísir.
Láttu ekki hugfallast Eva, halltu ótrauð áfram og fyrr en síðar mun þessi Guðs útvalda þjóð á norðurhveli vakna af sínum Þyrnirósarsvefni.
Gleðileg jól.
Ástþór Magnússon Wium, 24.12.2008 kl. 10:11
-------------------------------------------------
Haha, Ástþór og Eva saman í teimi. Það er kostulegur hópur, hahaha....Bjöggi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:05
-------------------------------------------------
Bjöggi, það er ekkert teymi í gangi hér þótt ég leyfi mér að gefa mitt álit á sumum fordómunum og ómálefnalegu árásunum sem Eva fyrir í sinni baráttu. Margt sem hún er að segja þessi ágæta kona er áhugavert.Ástþór Magnússon Wium, 24.12.2008 kl. 15:03
-------------------------------------------------
Já Eva fjölmiðlar eru lagnir við að slíta orð úr samhengi, ég hef sjálfur lent í því þar lenti ég í sjónvarpsviðtali og þegar ég horfði á það komu aldrei fram spurningarnar sem ég var að svara. Heldur var þetta klippt og ég látinn svara ummælum annars mans. Þar hefði ég einfaldlega svarað öðruvísi ef ég hefði átt að svara þeim ummælum.
Ástþór barátta þín gegn ósiðlegum fjölmiðlun er vonlaus ef þú beitir sömu bröggðum og þeir. Þú missir sjálfur trúverðuleik með því að neita að svara spurningum til þess eins að leyfa kjaftasögum að grassera.
Offari, 24.12.2008 kl. 15:39
-------------------------------------------------
Eva.
Ég hef lesið flest allt sem þú hefur skrifað á bloggið þitt. Ég er sammála þér í flest öllu.
Gleðileg jól.
HH (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:09
-------------------------------------------------
Ok, Ástþór. Annars var ég farin að ímynda mér Þig, Evu og kannski Jón Gerald vera með einhver uppátæki. Það væri gaman að fylgjast með því.Bjöggi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 23:07
-------------------------------------------------
Þarna er greinilega verið að "dramatísera". Þetta er hættan við það þegar erlendir fréttamenn koma hingað í leit að einhverju bitastæðu og meiga ekki vera að því að kafa ofan í málin.
Þeir fá slík vinnubrögð í hausinn -líkt og allir aðrir...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 07:39
-------------------------------------------------
Eins og sem oft áður er eg ekki alveg með.
Er það íslenski fréttamaðurinn sem fer með bull eða sá Bloombergski??? Ég sé hvergi viðtalið á Bloomberg svo ég bara spyr.
Jóla jól til þín krútta.
Hulla Dan, 26.12.2008 kl. 18:32
-------------------------------------------------
Hér er tengillinn.
Það er reyndar líka rangt haft eftir mér að íslenskir aðgerðasinnar ætli að nota axir. Það sem ég sagði við þennan gaur, og hef sagt víðar, er að mótmæli þróist allsstaðar í veröldinni á sama hátt. Ef passiv mótmæli eins og kröfugöngur og ræðuhöld, skili ekki árangri, sé borgaraleg óhlýðni og beinar aðgerðir næsta skref og sé ekki hlustað á það heldur muni fyrr eða síðar brjótast úr óeirðir. Axir eða önnur vopn voru ekki nefnd í þessu viðtali.
Eva Hauksdóttir, 26.12.2008 kl. 20:01