Skelfilegir þessir umhverfissinnar sem trufla notalega smáborgaratilveru okkar með því að vekja athygli á óþægilegum staðreyndum. Og það væri nú fínt ef umhverfissinnar væru eina hugsjónafólkið en það er nú aldeilis ekki svo. Það er líka til í dæminu að kvenréttindabaráttan ógni heimilsofbeldi, krabbameinsforvarnir ógna reykingum og mannréttindabaráttan ógnar starfsemi Gutanámo.
Hroðalegt ástand alveg.
View Comments (1)
-----------------
Satt segirðu! Og ég man þá tíð að aukin fræðsla um gildi brjóstagjafar ógnaði þurrmjólkurframleiðendum. Það var nú heilmikil barátta fyrir okkur hugsjónakellurnar sem voru með börn lengi á brjósti - þó ef til vill sé hún flestum gleymd núna.
Posted by: Sigga | 22.06.2008 | 16:40:32