Ég get ekki sagt að ljósastaur hræsninnar særi skattgreiðandann í mér neitt tilfinnanlega. Ég hef áreiðanlega einhverntíma pungað út nokkrum krónum fyrir eitthvað sem er a.m.k. jafn ómerkilegt og partý fyrir fólk sem er of fint fölende til að þola nærveru hernaðarandstæðinga og annars almúgafólks sem borgar fyrir herlegheitin. Það kætir öllu heldur í mér kuldabolann að vita af þessum ljósengilslim sem tákni um stefnu Íslendinga í friðarmálum.
Ég veit ekki alveg hvort mér finnst betur viðeigandi, aðkoma Orkuveitunnar, sem svo sannarlega hefur stutt hernað og mannréttindabrot dyggilega, eða tímasetningin en í dag lýkur einmitt fundi hernaðarbandalags sem við Íslendingar erum svo lukkuleg að tilheyra og þar með að bera ábyrgð á dauða, limlestingum, fátækt og sorg þúsunda manna, sem hafa ekki hugmynd um það hvað við erum friðelskandi og menningarleg.
Það eina sem ég hefði viljað hafa öðruvísi er efniviðurinn. Limur ljósengilsins hefði vitanlega átt að vera úr áli.