Meirihluti íslensku þjóðarinnar styður forvirkar rannsóknarheimildir.
Það er kannski ekki við öðru að búast.
Þegar allt kemur til alls hefur þessi sama þjóð keypt bækur Arnaldar Indriðasonar í tugum þúsunda eintaka en hinsvegar seldist íslensk þýðing bókar Davids Rose um fangabúðirnar við Guantánamo flóa aðeins í 400 eintökum. Það er ekki von að fólk viti hverskonar kúgunartækifæri það er að bjóða velkomin.
Kannski þyrftu Íslendingar meira á því að halda að taka upp forvarnir gegn heimsku en glæpum.
View Comments (1)
-------------------------------
Kvótakerfið er gott dæmi um
heimsku okkar,að róa til fiskjar og mega fénýta aflann,Íslendinga tók mörg
hundruð ár að fá þann rétt,sem Alþingi afnam á
einum degi.
Frjálsar handfæraveiðar
leysa byggða, fátæktar og
atvinnuvanda Íslendinga!
Posted by: aagnarsson | 20.03.2011 | 21:48:38