X

Nánari útlistun

Hér http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/595028/ er að finna nánari skýringu á því hvað málið snýst um. Ég reikna að vísu ekki með því að þeir sem halda uppi umræðu sem einkennist af sleggjudómum og getgátum um eðli og uppruna mótmælenda kynni sér hana.Þeim fjölgar þó stöðugt sem vilja taka afstöðu byggða á upplýsingum og fyrir þá er þetta birt.

Stöðvuðu vinnu í Helguvík
Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  • ------------------------------------------------

    Booorring !

    Þessi "mótmæli" eru orðin svo boring !

    Er ekki nær að ráða "mótmælendurna" til að mótmæla bensínverðinu !

    Það skiptir þó almenning meinhverju máli

    Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 10:14

    ------------------------------------------------

    Þetta spurningin um það hvernig er mótmælt og hversu gáfulegt það er. Ég held að fyrir mitt leyti er ég að miklu leyti sammála því að Saving Iceland skuli mótmæla en ekki endilega sammál því hvernig þeir gera það. Og afsakið fyrir að finnast það pínu heimskulegt að binda sig við vinnutæki, það þarf ekki nema einn mann sem gefur skít í þá mannseskju og keyrir af stað.

    Það er af svo miklu að taka hvað mótmæli varðar að hvar á maður að byrja eins og ég hef bent oft á í uppistandinu mínu, hvernig væri að mótmæla áður en það verður að einhverju, því bara í stuttann tíma eru mótmælendur að stöðva vinnuna  en það er ekki að hafa nein áhrif, því þetta álver verður byggt hvort sem mótmælendur binda sig við tæki og annan búnað eða ekki.

    Hvað hann BORING varðar þá skiptir þetta einhverju máli fyrir grænjaxla og vilja þeir meina okkur öll þannig að okkur ber að hlusta en ekki að gera eins og allir miðlar á íslandi gera að bendla þá við einhvern skærhernað og loka eyrunum þergar þeir reyna að tjá sig.

    Grænjaxlar ykkur vantar upplýsingafulltrúa sem getur talað við blöðin og upplýst þjóðina um hvað það er sem þið eruð að gera.

    Jón Haukdal (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 10:23

    ------------------------------------------------

    Það er reyndar mikill misskilningur að nokkur sé 'ráðinn' til starfa hjá Saving Iceland. Flestir Saving Iceland liðar hafa meiri áhuga á náttúruvernd en bensínverði en ef þú efnir til mótmæla gegn bensínverðinu, Birgir, þá skal ég með ánægju með mæta.

    En þú ert líklega ekkert að skipuleggja slík mótmæli, heldur bara að nöldra yfir því að einhver annar skuli ekki gera það. Er það ekki rétt til getið?

    Eva Hauksdóttir, 19.7.2008 kl. 10:24

    ------------------------------------------------

    Þar sem allt er að verða vitlaust hjá atvinnubloggurunum, langar mig bara að setja fram hugleyðingar mínar.

    Hvað myndi gerast ef ég færi nú að stækka íbúðina mín án þess að vera kominn með tilskilin leyfi, þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem byggju í sama húsi og ég væru á móti því?  Ætli allir yrðu ekki bara hæst ánægðir með það og myndu leiða það fram hjá sér?

    Í fyrsta lagi er fyrirhugað álver í Helguvík ekki komið með öll leyfi fyrir atvinnurekstri sínum þar.  Meiri hluti landsmanna er einnig á móti þessum framkvæmdum en það er nú lýðræðið, þótt meiri hlutinn vilji ekki fleirri verksmiðjur þá á samt að halda áfram, enda Fagra Ísland algjörlega að skila sínu.

    Nú má fólk í 101 ekki skreyta veggi á sínum eigin húsum með listaverkum eftir unga listamenn, án þess að Kobbi komi í skjóli næturs og máli yfir listaverkin.  En svo má ekki stöðva framkvæmdir sem ættu hvortsem er ekki að vera í gangi yfirhöfuð.

    Eva, ekki láta atvinnubloggarana stjórna þér of mikið, flestir þeirra er fólk sem hefur ekkert betra að gera en að blogga um hverja einustu frétt sem kemur upp á mbl og eru greinilega ekki að vinna....  ;)

    Unnsteinn (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 11:12

    ------------------------------------------------

    Jón Haukdal:

    Aðgerðum á borð við að hlekkja sig við tæki er beitt í trausti þess að við búum í nógu siðmenntuðu samfélagi til að geta reiknað með að mannslíf séu meira metin en réttur fyrirtækis til að verða ekki fyrir truflun.

    Mótmæli gegn öllum stóriðjuframkvæmdum á Íslandi byrja leið og umræðan um möguleikann á þeim hefst. Fyrst er vægustu aðgerðum beitt svosem bréfaskrifum og hefðbundnum mótmælafundum þar sem fólk safnast saman með skilti. Möguleikinn á aðgerðum þar sem fólk skapar beina tálmun, gefst almennt ekki fyrr en framkvæmdir eru hafnar. Það eru líka einu aðgerðirnar sem vekja athygli, en eins og sjá má af þessari athugasemd þinni, hefur þú lítið orðið var við öll þau mótmæli gegn framkvæmdum í Helguvík sem þegar hafa farið fram.

    Eva Hauksdóttir, 19.7.2008 kl. 11:33

    ------------------------------------------------

    Ég kíkti nú að ganni mínu á nornabúðinn.is svona til að kynna mér  þessa konu sem styður svo heilshugar þá stefnu sem SI stundar og boðar enn þessi teksti stakk mig í augun! "en magnaðastir gripa eru þó þeir sem koma beint úr náttúrunni, svosem rjúpnafætur og hrafnsklær."

    Drepur þú rjúpur og Hrafna til að selja sem vendargripi í búðinni þinni? og hvernig sækir þú þessa hluti út í náttúrunna?  Án þess að skaða hana?

    Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:15

    ------------------------------------------------

    Nei, ég drep ekki rjúpur og hrafna og læt ekki drepa dýr fyrir mig. Ég hef hinsvegar þegið klær af rjúpnaskyttum og meindýraeyðum. Ef þú hefur rökstuddan grun um tengsl löglegrar rjúpnaveiði og  hrafnadrápa við stóriðju og/eða mannréttindabrot,  endilega láttu mig þá vita.

    Eva Hauksdóttir, 19.7.2008 kl. 16:58

    ------------------------------------------------

    Ég hef engann rökstuddan grun um að Þessi dýr hafi verið drepinn við löglegar stóriðjuframkvæmdir. Skil nú samt ekki til hvers hrafnadráp eru stunduð hér, ekki eru þeir étnir svo ég viti! og  þú þarna jóhamar hef ekki sparkað í neinn! og ekki þarf ég heldur að starta nornaveiðum þær eru þegar hafnar, og endilega mótmælið eins og þið getið en ekki vera með þessa viðkvæmni fyrir annara skoðunum. Ég hef ekki séð SI vera með aðrar lausnir, þeir eru bara á móti öllum framkvæmdum hér á þessu landi. Ég væri til í að fá uplýsingar um það ef þú gætir bent mér á stað sem þær er að fá.

    Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:54

    ------------------------------------------------

    Saving Iceland hreyfingin hefur eytt töluverðu púðri í að kynna lausnina; hófsamari lífstíll.

    Andri Snær Magnason hefur skrifað heila bók um aðra möguleika en stóriðju fyrir íslenskt atvinnulíf.

    Við náttúruverndarsinnar lítum einfaldlega ekki á það sem valkost að lifa á mannréttindabrotum og níðingsverkum gagnvart náttúrunni. Ef er allt í lagi að auka hagvöxtinn með því að versla við fyrirtæki sem rekur þrælabúðir og hergagnaframleiðslu og sendir fjölda saklauss fólks út í opinn dauðann til að græða sem mest, þá getum við alveg eins lifað á fíkniefnaframleiðslu eða þrælaverslun.

    Að segja "já en við græðum svo mikið á álinu" er svona álíka siðlegt eins og að segja, "já en við myndum græða svo mikið á því að taka vefabréfin af öllum Pólverjunum og hætta að borga þaim laun."

    Eva Hauksdóttir, 19.7.2008 kl. 23:57