X

Má ég leggja fyrir þig nokkrar spurningar

Mér finnst neyðarlegt þegar fólk hringir í mig frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í skoðanakönnunum og vill fá að „leggja undir mig nokkrar spurningar“. Ég er reiðubúin að svara spurningum sem eru lagðar fyrir mig og segja skoðun mína á máli sem er borið undir mig.

Mér þykir við hæfi að stofnanir sem þessar sjái sóma sinn í því að ráða til sín starfsfólk sem er sæmilega talandi eða að öðrum kosti að leiðrétta svona vitleysur. Það getur ekki verið mjög mikil vinna að uppræta þetta leiðindaorðalag hjá fólki sem hefur atvinnu af því að leggja spurningar fyrir þjóðina í gegnum síma.

Categories: Allt efni Örblogg
Tags: íslenska
orblogg: