Ármann Jakobsson skrifar það skynsamlegasta sem ég hef nokkurntíma lesið um samkynhneigð og frjálsar ástir. Greinin birtist á Múrnum í gær.
Reyndar þyrfti ég líklega stranga sálfræðilega innrætingu til að langa til að sofa hjá konu, eldri borgara eða Suður-Afríkana en mér er eiginlega nokk sama hvort smekkur minn ræðst af genum eða einhverju öðru. Auk þess ætti manni að vera frjálst að skipta um skoðun á þessu sem öðru. Ég tek því undir með Ármanni. Við þurfum ekki genaskýringu eða aðra hækju til að afnema afskiptasemi ríkisvaldsins af kynlífi og sambúðarformi.
View Comments (1)
Tjásur:
Les þetta hjá honum við betra tækifæri. Renndi í gegnum það og leist vel á og þetta stemmir sterklega við margt sem ég hef verið að hugsa undanfarið.
Posted by: Kalli | 17.02.2007 | 10:26:16