X

Jájá, skjótið endilega undan ykkur báðar lappirnar

„Rétt að byrja“

Lögreglan finnur kannabis úti um allt en ekki einn skúrk í fjármálakerfinu. Jafnvel fólk sem hefur megna andúð á hassneyslu er að verða dálítið pirrað á þessum áherslum

Annars vona ég að þeir haldi áfram að uppræta kannabisverksmiðjur. Vísasta leiðin til að ergja fólk nógu mikið til að verði grundvöllur fyrir byltingu er að taka dópið þess frá því.

Nú þarf bara að loka skyndibitastöðum, kippa facebook úr sambandi og skrúfa fyrir afþreyingarefni í sjónvarpinu og þá verður loksins ‘allt vitlaust’. Þegar fólk fær ekki lengur tækifæri til að slökkva á heilanum í sér, þá hættir það að sætta sig við að örfáar manneskjur hafi örlög þess í hendi sér.

Auk þess eykur þessi afskiptasemi andúð þeirra sem nota kannabis á lögreglunni og við skulum bara horfast í augu við að á meðan lögreglan ver kerfið sem kúgar okkur, þá hljótum við að vera í stríði við lögguna eins og allt annað yfirvald. Því fleiri kannabisplöntur sem snatar ríkisvaldsins gera upptækar, því fleiri hatursmenn þeirra verða í ástandi til að standa gegn þeim í stað þess að sitja úti í horni með jónuna sína, glottandi eins og bjánar og vilja bara að allir séu góðir vinir.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  • ---------------------------------------------------

    Ég er farinn að halda að þetta sé ein og sama verksmiðjan sem lögreglan er sífellt uppgötva.Eða kanski er engin verksmiðja til. Ekkert er fjallað um handtökur og bara sýndar myndir af sömu grænu pöntunum. Held að þetta sé trix til að draga athygli almennings frá stóru glæpunum sem enn eru að grassera í þjóðfélaginu. Þar er ekki aðhafst. Þetta er eitthvað útpælt.Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 10:33

    ---------------------------------------------------

      Ég nota kannabis, ég hata ekki lögregluna, hættu að alhæfa.Jökull (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:51

    ---------------------------------------------------

      lögreglan böstar allt kannabis og troðfyllir bæinn af leiðinlegum fyllibyttum sem veita þeim enn meiri aukavinnu !! þeir eru ekki að hugsa dæmið til enda!!hmmm (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:11

    ---------------------------------------------------

    Kannske er það akkúrat málið, 'hmmm', þeir eru bara að reyna að skapa sér aukatekjur í kreppunni með því að stækka miðbæjarvandann...Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.3.2009 kl. 12:20

    ---------------------------------------------------

      Nei Eva við erum ekki í stríði við lögregluna. Hún er ekki óvinurinn. Lögreglan er fólk eins og þú og ég. En það er rétt að það er óþolandi að enginn hafi verið yfirheyrður eða eignir frystar á meðan rannsókn á mesta efnahagshruni fer fram.

    Allsherjar anarkismi mun ekki leysa vandamál þjóðarinnar! Neysla kannabis ekki heldur!!

    Guðmundur St Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 12:35

    ---------------------------------------------------

      Guðmundur það sem hún er örugglega að meina er að lögreglan er í stríði gegn fíkniefnum, þar með fíkniefnaneytendum. Þú ert mjög góður í að snúa útur hef ég tekið eftir. Ekki sé ég hana segja að neysla kannabisefna muni leysa vandamál þjóðarinnar.

    Það verður að vera hægt að tala opið um svona málefni varðandi lagabreytingar án þess að fólk komi með rökleysur eins og maður sé að "hvetja til lögbrots".

    Tek undir með Jökli :) Hef hitt hina fínustu lögreglumenn..

    Stebbi (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:18

    ---------------------------------------------------

    Mér sýndist ein verksmiðjan vera í bílskúr við hliðina á Nornabúðinni þinni? Átt þú bílskúrinn?  Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 15:49

    ---------------------------------------------------

      Hvenær ætlið þið að hætta að bera saman epli og appelsínur? Þetta er ekki spurning um að lögreglan droppi öllu sem hún er að gera og einbeiti sér bara að einhverju einu, þetta er ekki spurning um "annað hvort eða"! Lögreglan er deildarskipt, fíkniefnadeild, umferðardeild, kynferðisbrotadeild, rannsóknardeild, greiningardeild, sérsveit og svo framvegis. Ekki vera einföld.Arngrímur (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 19:24

    ---------------------------------------------------

      Jökull. Hver var að alhæfa um hvað?

    Guðmundur, lögreglan er ekki fólk eins og þú og ég. Lögreglan er fólk sem er tilbúið til að beita ofbeldi samkvæmt skipun. Fólk sem undirgengst heilaþvott af fúsum og frjálsum vilja.

    Gunnar, já það er rétt að ein verksmiðjan var við hliðina á búðinni minni. Ég átti þar engan hlut að máli og hafði ekki hugmynd um þessa ræktun. Ég nota ekki kannabis sjálf en eftir allar þessar fréttir er mig nú bara farið að langa að prófa. Þetta hlýtur að vera gott fyrst er svona mikið um þetta.

    Eva Hauksdóttir, 28.3.2009 kl. 19:30

    ---------------------------------------------------

    Eva hver trúir því að þú hafir ekki haft hugmynd um þessa verksmiðju (ræktun) við hliðina á þér þú bullar bara.

    Manneskja sem hefur þetta viðhorf til lögreglunnar getur varla verið svona grunnhyggið að vita ekki hvað "gerist í næsta húsi". Ef lögreglan er svona ofbeldisfull hví byrjar hún þá ekki á að brjóta þá aðeins meira sem slasast í bílslysum sem þeir eru kallaðir út í?

    Hvet þig endilega til að "prófa" nú kannabisefnið til að geta tjáð þig um það "af eigin reynslu". Passaðu þig bara á að efnið sé ekki blandað einhverju efni sem er vanabindandi, Það lifir enginn díler á hobby reykingafólki. Þeir verða að tryggja að þú komir aftur og aftur.

    Legg til að þú setjir inn á bloggið þitt myndina sem Halldór teiknaði í Moggann 28 mars (í dag) en myndin segir akkúrat það sem að er (finnst mér). Háðsk er hún en beinskeytt.

    Annars er ég bara hress og á eftir að kíkja í nornabúðina, hlýtur að vera fróðlegt um að litast þar.

    Sverrir Einarsson, 28.3.2009 kl. 22:03

    ---------------------------------------------------

    Það hlýtur að vera djúpt á hugsun þess sem álítur það grunnhyggni að vera ekki með nefið ofan í hvers manns koppi. Ég hef satt að segja nóg að gera við að fylgjast með afglöpum pólitíkusa þótt ég standi ekki í því að njósa um nágrannana líka.

    Af hverju býtur lögreglan ekki á þeim sem slasast? Óttalega er þetta hálfvitaleg spurning. Í fyrsta lagi gerir hún það. Á nýársnótt 2008 var maður t.d. barinn til óbóta rétt fyrir utan búðina mína. Ég þekki þennan mann og framkoma lögreglunnar var til háborinnar skammar. Hann hafði fengið þung höfuðhögg og gat ekki tjáð sig (missti málið í marga mánuði og getur enn ekki talað hratt) en af því að löggan hélt að hann væri fullur komu þeir fram við hann eins og skít. Þetta er bara eitt dæmi. Hinsvegar lítur lögreglan væntanlega ekki á það sem persónulega ögrun þótt fólk slasist og þessvegna beita hundarnir frekar ofbeldi gegn þeim sem ögra þeim.

    Ég hef ekki tjáð mig um kannabisefni. Ég hef hinsvegar tjáð mig um áherslur  lögreglunnar.

    Þú ert fullseinn með að kíkja í Nornabúðina því starfsemi hennar var lögð niður fyrir rúmum 2 vikum.

    Eva Hauksdóttir, 28.3.2009 kl. 22:27

    ---------------------------------------------------

    Umferðar lögreglan á þá ekki að skipta sér af þeim sem brjóta umferðarlögin. Fíknó ekki að "bösta" dóp grenin o.s.frv. vegna þess að þá eru þeir "með nefið ofan í hvers mans koppi".

    Ef lögreglan ræðst bara á þá sem gætu "ögrað" þeim því eru þeir þá að lúskra á þeim sem þeir halda að séu fullir, en ekki þeim sem liggja t.d. fótbrotnir inni í bíl eftir árekstur? Báðir jafn líklegir til að gera þeim mein.

    Að vísu eru mis góðir starfskraftar innan lögreglunnar eins og í öðrum stéttum en að kalla eina stétt vinnandi manna hunda, bara af því að þú færð ekki að gera opinberlega það sem þér dettur í hug finnst mér fáránlegt.

    Vont þetta með nornabúðina, verður hún opnuð aftur á öðrum stað eða var þetta fullreynt?

    Sverrir Einarsson, 28.3.2009 kl. 22:45

    ---------------------------------------------------

    Mér var kennt það í barnaskóla að þeir sem eru frekir, stjórnsamir og vilja völd yfir öðrum áttu erfitt heima fyrir, eiga bágt og eru með þeim óöruggustu í skólanum....þetta breyttist aldrei þegar maður varð fullorðinn þeir færðu sig bara annað hvort út í ofbeldis og glæpastarfsemi eða út í pólitík!!

    Þeir sem verja spillt og öfgafullt yfirvald sem að hefur tekist að þvinga fólk inn í þrældóm og fangelsi án rimla eru að mínum mati þeir siðlausustu í þjóðfélaginu og því miður virðist það oft vera meiri hlutinn ef marka má athugasemdir á hinum ýmsu bloggum.

    Hún Eva hefur rétt fyrir sér, lögreglan er fólk sem lætur heilaþvo sig af fúsum og frjálsum vilja og beitir ofbeldi eftir skipunum. Mikið af fólki í lögreglunni myndi líklega þvinga þig til að láta barnið þitt frá þér við fæðingu ef að það yrði sett í lög á morgun ef að það væri nægileg gerviréttlæting fyrir því að hálfu stjórnvalda.

    Hákon Einar Júlíusson, 29.3.2009 kl. 00:06

    ---------------------------------------------------

    eva hefur rétt fyrir sér þeir i Lögregluni ganga (flestir)ekki heilir til skógar.ekki með öllum mjalla.og fara i lögregluna til að lemda i sma action og fá að níðast á öðrum með meira vald..og arngrímur er það bara fíkniefnadeildin sem er að gera enhvað.þvi þu segir skiftist i mismunandi deildir sem er rett en hvað með þessa útrásargossa eða bankahálfvitana sem setu landið á hausinn engin verið yfirheyrður eða hantekinn er ekki enhver lögreglu deild sem á að vera i þeim málum..eða skiftir það ekki jafnmiklu máli og að eltast við Cannabis..

    og sverrir þu er hálfviti eg nenni ekki einusinni að rökræða við þig..en fyrst þu ert að tala um dópgreni og dóp ættir þu að vita að dóp er stytting á dópamin sem eru efnaboð i heilanum á þer sem fara i gang við tildæmis mörg lyf svo sem geðlyf t.d þunglyndislyf og önnur lyf og við áfengis notkun er þetta fólk i dóp grenum og dópistar held þu ættir að fræða þig betur um Cannbis og orðið Dóp!og það sem þu ert að tala um áður en þu skrifar

    Hákon mjögvel orðað

    og Gunnar TH eg við vitum að þu ert lögga og rosaflottur örugglega en ekki vera svona reiður og hrokafullur það má (enþá) tjá sig um hlutinna i þessu landi

    Held þu ættir að fá þer Smoke...

    jon hjalpar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 06:20

    ---------------------------------------------------

    Sverrir það eru til tvenns konar lög. Annarsvegar lög sem hafa þann tilgang að vernda hinn almenna borgara og gera líf hans auðveldara. Umferðarlögin eru skýrasta dæmið um þessháttar lög. Hinsvegar eru lög sem er ljóst og leynt ætlað að verja vald fárra manna og viðhalda því.

    Ég hef reyndar ekki gagnrýnt fíknó sérstaklega fyrir að bösta dópsala heldur eru það þessar áherslur sem mér þykja undarlegar. Ég hefði haldið að það lægi meira á því að koma upp um þá sem settu þjóðina á hausinn. Hvort sé að verða tímabært að endurskoða lög um vímuefni er svo allt annað mál.

    Þú virðist ekki hafa lesið fyrra svar mitt. Ég sagði aldrei að lögreglan lemdi eingöngu þá sem ögra þeim. Valdníðingar innan löggunnar lemja þá sem þeir telja sig komast upp með að lemja en það er auðvitað auðveldara að réttlæta það ef viðkomandi er á einhvern hátt erfiður.

    Ég kalla lögreglumenn ekki hunda vegna þess að ég fái ekki að gera það sem mér dettur í hug. Ég kalla þá hunda vegna þess að þeir hegða sér eins og hundar, þ.e.a.s. beygja sig gagnrýnislaust undir yfirvald og taka enga ábyrgð á gjörðum sínum. Viðkvæðið er 'ég er bara að vinna vinnuna mína' og má þá einu gilda hvort sú vinna felst í því að bjarga mannslífi eða berja einhvern til óbóta. Slíkur er háttur hunda.

    Það getur vel verið að ég opni búðina aftur seinna. Til að láta hana bera sig við þær aðstæður sem eru uppi í dag þyrfti að fara í meiri skuldsetningu og framkvæmdir en ég er tilbúin til að standa í akkúrat núna.

    Eva Hauksdóttir, 29.3.2009 kl. 07:54