X

Já ráðherra

Mótmæltu meðferð á hælisleitendum

Þetta er sögulegur dagur í mannréttindamálum á Íslandi. Dómsmálaráðherra kom út í glugga. Hún talaði við fólkið. Hún hlustaði. Hún bauð okkur til fundar, ekki eftir 2 mánuði, heldur í fyrramálið. Engin lögga, engin átök, ekkert vesen. Það nefnilega virkar ágætlega á mótmælendur að sýna bara smá virðingu.

Nú vona  ég bara af öllu hjarta að þetta sé merki um viðhorfsbreytingu hjá stjórnvöldum og að tími Björns Bjarnasonar sé raunverulega liðinn.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  •  ----------------------------------------------------------

    Ég vildi að ég hefði verið með í þessu. Ég hef kynnt mér töluvert þessi mál og þau eru alls ekki í góðum farvegi hér á landi. Það er löngu komin tími til að við hættum að skýla okkur á bak við klásúlur í samningum til að geta sent fólk úr landi án þess að taka mál þeirra fyrir með formlegum hætti. Þið sem að þessu standið eigið heiður skilið og ekkert minna.

    Kveðja, Valsól

    Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:44

    ----------------------------------------------------------

    og eftir 4 vikur er hún á förum og nokkrir gráðugir bíða í ofvæni eftir því að hreiðra um sig.Finnur Bárðarson, 29.3.2009 kl. 20:45

    ----------------------------------------------------------

    Þetta var merkileg stund þarna á Bárugötunni í dag. Ég fylltist alla vega smá von um að réttlætið nái fram að ganga, en um leið þá geri ég mér grein fyrir því, að ekkert gerist nema með beinum og afdráttarlausum aðgerðum almennings.Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.3.2009 kl. 21:24

    ----------------------------------------------------------

    Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Ráðherra ræðir við fólkið á götunni! Ráðherra býður fólki með skoðanir inn í híbýli sín og ræðir við fólkið sem hún er í starfi hjá og greiðir henni laun fyrir vinnuna.

    Ég er ekki að hæðast, ef einhver skyldi láta sér koma það til hugar. Það er eins og manni hlýni öllum innra með sér og fari jafnvel að trúa því að sá tími sé liðinn að ráðherra segi með kuldaglotti: "Þú ert ekki þjóðin!"

    Ætli einhverjir fáist til þess að koma með mér að heimili sjávarútvegsráðherrans til að spyrja hann spurninga? Mér finnst rétt að hann segi hreint út hvers vegna honum finnst svo mikilvægt að viðhalda uppboðsmarkaði LÍÚ á mannlífinu í sjávarþorpum íslands.

    Spyrja hann hvað valdi þeirri pólitísku stefnu að hindra mannsæmandi lífskjör t.d. á Raufarhöfn og Kópaskeri, byggðunum sem næstar eru hans heimasveit.

    Árni Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 00:12

    ----------------------------------------------------------

    Hún er ákaflega viðkunnanleg þessi kona og ber höfuð og herðar yfir aðraráðherra og svipað má segja um Gylfa þó svo hann hafið dregið í land með eitt og annað.  Gæti verið að Steingrímur og Jóhanna hefðu haft áhrif á hann ? 

    Ég vil halda því fram að fylgi ríkisstjórnarinnar væri annað og minna ef þeirra nyti ekki við.

    Ég tek undir ábendingar Árna Gunnarssonar hér fyrir ofan.  Steingrímur J. virðist, og þá væntanlega með stuðningi Jóhönnu hafa meiri getu til að "bjarga"loftbólupeningum fjárfesta og fyrirtækja þeirra en að stinga á þær loftbólur sem eru að gera fjölskyldur gjaldþrota.  Þau kasta milljörðum í "ríka fólkið" og tryggja innistæður þeirra langt umfram þær 3 milljónir sem upphaflega var talað um.  Getur verið að Steingrímur J. hafi verið búinn að selja "kvótabréfin" sín sem sameign þjóðarinnar fiskurinn í sjónum færði honum og átt þá á bók ?  

    Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:37

    ----------------------------------------------------------

    Þarna stakkst þú á kýlinu Páll. Þetta rykti hefur fylgt Steingrími afar lengi enda ekki einleikið hvernig manndjöfullinn dregur lappirnar í þessu mikilvægasta máli landsbyggðarinnar. Takmarkaðar aflaheimildir langt umfram nokkra skynsemi hefur gert kvótaeigendum kleift að leigja frá sér veiðréttinn á okurverði sem er langt umfram alla skynsemi.

    Margir þeirra sem velta fyrir sér aðdraganda útrásarbrjálæðisins tengja upphaf þess og vöxt við fjármuni sem voru dregnir út úr stærstu fyrirtækjum sægreifanna. fyrirtækja sem vegna þessa fjármagnsflutninga eru nú skuldsett up fyrir haus. Margir segja að ekkert annað sé í boði nú en að afskrifa mikinn hluta þessara skulda og velta þeim yfir á skattgreiðendur!

    Á Steingrímur bara ekki kvótabréfin ennþá?

    Árni Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 12:40

    ----------------------------------------------------------

    svo skal böl bæta...Einkennilegt að ekki skuli hægt að hrósa dómsmálaráðherra verðskuldað án þess að rætt sé um óveiddan fisk í sjónum hjá sjávarútvegsráðherra íkerfi sem hann átti engan þ´tt í að koma á.Eva þakka þér og fleirum að hafa staðið vaktina fyrir mig og fleiri þegar ég var orðinn sannfærður um að þjóðinni minni þætti ekkert betra en að láta taka sig í sparigatiðpáll heiðar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:09

    ----------------------------------------------------------

    Þessi fyrirmyndar framkoma dómsmálaráðherra sínir hversu nausynlegt er að til ráðherra sé valið fólk eftir faglegum nótum, en þeir séu ekki alltaf teknir úr þingmannaliðinu.

    Það er ólíkt að hlusta á þetta fagfólk sem talar mannamál en ekki þessir þingmannahrokar sem eru alltaf að passa upp á bitlingana og geta aldrei svarað spurningum blaðamanna, nema með útúrsnúningum.

    Ási (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:20

    ----------------------------------------------------------

    Getum alveg veitt þessu fólki dvalarleyfi ef okkur sýnist. Í fyrst lagi er þetta spurning um VILJA, - sem er allt sem þarf og einnig ber að hafa það í huga að við erum jú, - ÖLL - íbúar þessarar jarðar en einhverjir vilja hafa þau völd - að geta hafnað eða neitað. Fólk heldur að þá sé það eitthvað merkilegt.Vilborg Eggertsdóttir, 30.3.2009 kl. 20:32

    ----------------------------------------------------------

    Meira kjaftæðið !

    Réttur hvers sem er til þess að kássast upp á ráðherra dómsmála eru ekki mannréttindi.

    Það að við búum nú við minnihlutastjórn með dómsmálaráðherra sem hefur engar sjálfstæðar skoðanir þýðir ekki að við viljum hleypa hverjum sem er inn í landið.

    Ef flóttamenn sem búa í góðu yfirlæti á okkar kostnað hafa eitthvað vantalað við yfirvöld þá eru eflaust betri leiðir en að umkringja heimili dómsmálaráðherra.

    LM, 31.3.2009 kl. 00:24

    ----------------------------------------------------------

    LM.þú ert heppinn að búa þar sem þú mátt tjá svona skoðanirpáll heiðar (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 07:30

    ----------------------------------------------------------

    Réttur hvers sem er til að segja ráðherra skoðanir sínar eru vissulega mannréttindi LM, eða hefur það eitthvað breyst og farið hljótt?

    Hvaða betri leiðir sérð þú fyrir þér?

    Eva Hauksdóttir, 31.3.2009 kl. 18:37