X

Íslenskir bananar?

Bananar ættaðir frá Íslandi? Hvenær varð til íslensk bananaætt? Ég hélt að bananar væru hitabeltisávextir sem útilokað væri að rækta á Íslandi nema þá í gróðurhúsum og að þessir 3 gróðurhúsabananar sem hafa ratað í verslanir hér væru sprottnir af suður-amerísku fræi.

Getur verið að þetta sé allt saman misskilningur og að Grænlendingar séu í raun að gera tilraun til að koma sér upp stofni íslenskra nýnasista?

Annars finnst mér það besta við þessa frétt að hún skuli vera flokkuð sem innlend frétt á moggavefnum. Það er eitthvað svo ælukrúttlegt við þessa endalausu sjálfsmiðun.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  • --------------------------

    bananar hafa verið ræktaðir hér síðan 1955, hvunar má fara að kalla þá íslenska?

    Posted by: Halli | 16.11.2007 | 16:04:29

    ---   ---   ---

    Kannski þegar við þurfum ekki lengur að flytja inn fræ eða bananatré.

    Posted by: Eva | 16.11.2007 | 16:32:58

    ---   ---   ---

    Allir bananar eru ræktaðir af græðlingum og eru því allir sami einstaklingurinn. Eða þetta las ég einhvern tímann. Bananar eru líka geldir, því það mótar hvergi fyrir neinu sem gæti hugsanlega spírað í banönum.

    Posted by: Elías | 17.11.2007 | 0:56:29

    ---   ---   ---

    Ávextir eru skilgreindir sem "það sem vex úr egglegi frævunnar" Sjá nánar hér: http://visindavefur.is/svar.php?id=478

    Villtir bananar vaxa af fræi eins og aðrir ávextir. Ástæðan fyrir því að við sjáum aldrei fræ í banana eru svokallaðar kynbætur.

    Það sama er að gerast með vínber. Mér finnst líklegt að mín barnabörn muni aldrei sjá fræ í vínberi.

    Posted by: Eva | 17.11.2007 | 11:26:17

    ---   ---   ---

    Hér er grein sem bananaáhugafólk gæti haft gaman af: http://www.gi.alaska.edu/ScienceForum/ASF9/977.html

    Posted by: Eva | 17.11.2007 | 11:27:56

    ---   ---   ---

    Ég vissi ekki að bananar væru svona áhugaverðir. Veit helling um þá núna sem ég vissi ekki í gær. Líklega höfum við aldrei flutt inn bananafræ. Bara gelda græðlinga.

    Posted by: Eva | 17.11.2007 | 11:44:10

    ---   ---   ---

    Sendu barnabörnin þín bara til mín til Frakklands. Ég gleymi aldrei uppþotinu og hneyksluninni sem ég olli þegar ég spurði um steinlaus vínber á markaðnum um árið.
    Hef aldrei fundið slíkt hér.
    Einhvern tímann var mér sagt að bananar væru af berjaætt.

    Posted by: Kristín | 17.11.2007 | 16:52:32