X

Hönd, um hönd, frá hendi, til handar

Beyging orðsins hönd er nokkuð á reiki og Beygingarlýsing íslensks nútímamáls gefur upp tvennskonar beygingu.

Mér finnst „eðlilegasta beygingin“ vera: Hönd, um hönd, frá hendi, til handar en oft virðist tilviljun háð hvort fólk notar þolfall eða þágufall þessa orðs í daglegu tali. Þannig heyrir maður oft villur á borð við ég tók í hendina á honum, hvora hendina viltu? og mér er illt í höndinni. Mér finnst fara betur á því að segja ég tók í höndina á honum, hvora höndina viltu? Mér er illt í hendinni. 

Heimurinn væri betri ef ég fengi að ráða því hvernig fólk talar. Eða a.m.k. íslenskan.

 

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg: