X

Gullkorn listamannsins

Ef maður syngur á íslensku tekur fólk meira eftir textanum. Og það er mjög erfitt fyrir mig að segja eitthvað af viti svo mér finnst auðveldara að bulla bara eitthvað á ensku.

Eitthvað í þessa veruna sagði einn af Nilfisk strákunum í sjónvarpinu rétt í þessu.

Það þarf nú venjulega töluvert til að gera mig kjaftstopp en hafi þetta átt að vera kaldhæðni þá hitti hún ekki í mark því það var einmitt ekkert vit í textanum.

Ég er annars þó nokkuð hrifin af stöðnun. Finnst öll þessi frumlega tónlist álíka skemmtileg og ryksuga.

Categories: Allt efni Örblogg
Tags: íslenska
orblogg: