Ef Lögreglustjórafélag Íslands álítur að það sé bara undir hverjum og einum komið hvort og hver fær afhent gögn úr sakamálarannsókn, þá undirstrikar það enn frekar þörfina á ytra eftirliti með þeirri vanhæfu stofnun sem lögreglan er.
Uppfært: Rúv hefur nú breytt fyrirsögninni á þessari frétt. Hún var: Ekki þurft að efast um heilindi starfsmanna en er nú: Samskipti gerð tortryggileg án tilefnis.
Hér er svo önnur frétt. Það er gott að aðrir lögreglustjórar skuli ekki kóa með þessu rugli og að það sé fáheyrt að ráðuneyti fari fram á upplýsingar um lögreglurannsóknir. Enda vandséð að ráðherra þurfi að vera með nefið ofan í sakamálarannsóknum til þess að geta gegnt yfirstjórnarhlutverki sínu.