Djöfull finnst mér það skítt þegar öll geðræn vandamál eru notuð sem rök gegn sjálfstæðri hugsun . Nú þekki ég ekki ástandið á Jóhannesi Kjarval síðustu mánuðina sem hann lifði svo ég ætla ekki að dæma um akkúrat þetta mál en rökin sem koma fram í þessari frétt þykja mér veik. Geðveiki er ekkert endilega sönnun þess að maður sé ekki fær um að ákveða hvað hann gerir við eigur sínar, ekki frekar en elli. Sjálfsagt getur geðveiki stundum haft þau áhrif, rétt eins og líkamleg veikindi geta í sumum tilvikum gert fólk ósjálfbjarga en geðsjúkdómar eru af ýmsum toga og það er ekki samasemmerki milli geðveiki og þess að vita ekki hvað maður er að gera.
Ef út í það er farið er enginn fullkomlega heilbrigður.