X

Fyrst á réttunni, svo á röngunni

Á meðan Eva hamaðist við að berjast fyrir vonlausan málstað, fór útrásin (sem ku altso ekki vera vonlaus málstaður) á hausinn.

Ég hef liklega valið mjög heppilegan tíma til að loka búðinni. Spurning hvort ég ætti að afpanta vörurnar sem ég er búin að panta fyrir jólin? Hvað sýnist mönnum? Er útlit fyrir sult seyru í desember eða standa vonir til þess að landinn missi sig í neyslubrjálæðinu svo sem hefðir kveða á um?

Vonandi dugar þetta ní til að fella ríkisstjórnina. Tjú, tjú, trallalla.

Categories: Allt efni Örblogg
Tags: auðvaldið
orblogg:

View Comments (1)

  • ---   ---   ---

    Hér sé stuð
    http://www.youtube.com/watch?v=2Kjh9lQXLWk

    Posted by: Guðjón Viðar | 5.10.2008 | 21:15:41

    ---   ---   ---

    Ég held að okkur vanti margar galdrabúðir fyrir jólin ef þessu heldur áfram.

    Posted by: Ragnhildur Karlsdóttir | 5.10.2008 | 23:05:08

    ---   ---   ---

    mér er tjáð ..... þar sem miklar líkur eru á að landinn muni ekki ferðast til útlandanna til að versla jólagjafir þetta árið- þá sé einmitt gósentíð framundan hjá innlendum verslunum, sér í lagi þeim sem búa til sitt dót sjálfir - og þeim sem hafa vörur á viðráðanlegu verði. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en megi mammon brosa við þér.

    Posted by: lindablinda | 6.10.2008 | 9:33:23

    ---   ---   ---

    Endilega haltu áfram, á einhverju þurfa menn að hafa lifibrauð

    Posted by: Ási | 7.10.2008 | 12:47:39

    ---   ---   ---

    Ég heyrði það einhverntímann að á krepputímum myndir svona hlutir blómstra, fólk að leita til miðla, spákvenna og fjárfesta í öllu sem gefur einhverja von og blóm í haga... svo keep up the good work - ef þú átt aur fyrir þessu stöffi þá getur þú pottþétt selt það :-)

    Posted by: Siggadís | 10.10.2008 | 23:27:24

    ---   ---   ---

    Ef ekki annad, geturdu alltaf buid til erlenda sidu og selt yfir netid.

    Posted by: Hildur | 14.10.2008 | 15:42:23