Í þessum efnum stend ég sjálfa mig að tvískinnungi. Mér finnst hugmyndin um kynmök manna og dýra verulega viðbjóðsleg. Ég verð reið og hneyksluð við að lesa fréttir á borð við þessa en það hreyfir ekki við mér að vita til þess að fyrir nokkrum mánuðum var kvöldmaturinn minn hvítt lamb með bleika snoppu og sagði meme.
Kynferðislegt samneyti manna við dýr er bannað í nafni dýraverndar. Þó hljótum við að viðurkenna að raunverulega ástæðan fyrir því banni er hugmynd okkar um syndina, eða ógeðfellt afthæfi en ekki sú hugmynd að dýrið bíði skaða af.
Ef dýravernd væri forsenda slíkrar lagasetningar, væri vitanlega líka bannað að drepa dýr og ég er allavega sannfærð um að ef dýrið fengi að velja, þá þætti því skárri kostur að láta manneskju riðlast á sér, en að vera drepið, hlutað í smástykki, grillað og étið með piparsósu og salati.
Breti handtekinn fyrir dýraníð |
View Comments (1)
-------------------------------------------------------
Þar kom að að einhver sagði eitthvað að viti um þetta mál. Vitanlega er þetta hræsni þegar fólk hneykslast hægri vinstri fyrir hönd dýrsins. Fólk ætti að gera það upp við sig hvort það er fylgjandi því eða ekki út frá siðferðislegum (trúarlegum) forsendum að leyfa ekki mök við dýr. Svo er aftur á móti enn skuggalegri hlið sem felst í hugsuninni um að borða rekkjunaut (ungnaut jafnvel) einhvers, hlutaðan í smástykki, grillaðan og étin með piparsósu og salati.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.7.2008 kl. 10:08