Á Íslandi heitir það að skuldsetja sig upp fyrir haus, því virðulega nafni ‘endurfjármögnun’. Fyrir nokkrum árum dreif landinn í því ða endurfjármágna íbúðirnar sínar og losa sig í leiðinni við yfirdráttinn. Helst þurfti þá að nota tækifærið og taka nógu hátt lán til að eiga ‘afgang’ fyrir utanlandsferð eða nýju sófasetti. 3 mánuðum síðar var meirihluti þessa fólks komið með yfirdráttinn í botn aftur.
Nú á að ‘endurfjármagna’ bankakerfið. Eftir höfðinu dansa limirnir svo maður þarf víst ekkert að vera undrandi á fíflagangi landans. Ætli verði afgangur fyrir einhverju aukasukki handa bankastjórum?
Djúp kreppa frá 2009 til 2010 |
View Comments (1)
------------------------
Og glæpsamlegt athæfi kallast “tæknileg mistök”
Brynjar Jóhannsson, 20.11.2008 kl. 10:35