Það lítur út fyrir að Íslendingar muni af ráðsnilld sinni splæsa fríu fæði og húsnæði á meðlimi Saving Iceland.
Dettur einhverjum heilvita manni í hug að fólk sem er vant því að búa vikum saman í tjöldum og trjáhýsum, jafnvel yfir veturinn, komast stundum ekki í bað vikum saman og nærast á því sem er í boði hverju sinni, hversu óspennandi sem það er (ég veit t.d. að 5 daga í röð bauð anarkistaeldhúsið uppi í Mosfelssdal upp á kartöflurétt til að bjarga kartöflum sem lágu undir skemmdum og þau fengu ekki eina kvörtun), kippi sér eitthvað upp við að fá viku frí til að lesa pólitískar bókmenntir og kynna málstað sinn fyrir afbrotamönnum sem margir hverjir væru alsto tilbúnir til að beita aðferðum sem ganga mun lengra en aðgerðir hreyfingarinnar? Heldur einhver að þetta verði til þess að þau hætti baráttunni?
Ég þekki þennan unga jarðfræðing. Ég hef aldrei séð hana verklausa nema rétt á meðan hún er að lesa sér til um jarðfræði Íslands og áætlanir Landsvirkjunnar. Ég spái því að hún nýti þessa átta daga til að lesa og skrifa við mun þægilegri aðstæður en hún hefur haft síðustu mánuði.
View Comments (1)
--------------------------------------
Bíddu ... ég er að skoða http://www.domstolar.is/ og finn hvergi neitt um neinn fangelsisdóm ... er ekki nauðsynlegt að mál manns komi fyrir rétt svo hægt sé að fangelsa mann hér í þessu landi?
Posted by: Elías | 25.07.2007 | 12:17:56
--------------------------------------------------------
Mál mótmælenda sem voru hér síðasta sumar komu fyrir rétt í desember sl. Dómurinn hljóðaði upp á sektargreiðslur EKKI þó til Alcoa heldur eingöngu fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Sum þeirra sem eru hér núna eru þannig með þennan sektardóm á sér og ef þau neita að greiða hann (og hvert einasta þeirra mun neita) þá er hægt að láta þau sitja dóminn af sér. Það verður nú aldeils akkur fyrir Íslendinga að fylla fangelsin (sem eru of lítil til að hýsa alla sem eru með dóma á sér fyrir ofbeldis- fíkniefna og fjárdráttarmál) af fólki sem hefur verið dæmt fyrir að leggjast í götuna og neita að hjálpa til við eigin handtöku.
Posted by: Eva | 25.07.2007 | 13:23:54