X

Ég er komin með ofnæmi fyrir fólki sem réttlætir lögregluofbeldi

Hvað sem segja má um einstaka lögreglumann, þá er eðli þessarar stofnunar ógeðfellt. Megintilgangurinn með því að gefa lögreglunni leyfi til valdbeitingar er sá að verja vald örfárra manna, sama hvernig þeir hegða sér.

Og þegar við hugsum um fasisma dettur okkur fyrst í hug Ítalía Mussolinis. Það mætti halda að fólk átti sig ekki á því að þótt við getum ennþá talið Ísland tiltölulega lýðræðislegt, eru ákveðin fasísk einkenni að ryðja sér til rúms og það er algerlega nauðsylegt að spyrna á móti.

Í mínum huga er þetta ekki bara spurning um það hvort menn sýna yfirvegun í erfiðum aðstæðum, heldur hvort þeir velja sér það hlutskipti að þjóna yfirvaldinu og fylgja skipunum gagnrýnislaust. Með því að taka sér stöðu gegn mótmælendum er löggan að styðja valdníðsluna, spillinguna, efnahagsstefnu sem ógnar sjálfstæði þjóðarinnar og kerfi sem býður ekki upp á neinar breytingar.

Ég hitti einn löggumann um daginn sem hefur bara neitað að vera viðstaddur mótmæli. Hann kemst upp með það, þótt hann sé ekki einu sinni anarkisti.

Þeir lögregluþjónar sem vilja ekki taka þátt í því að verja valdníðinga gætu t.d. tekið sig saman um að neita að vinna yfirvinnu. Þeir gætu farið í setuverkfall, þ.e. mætt en sleppt því að standa gegn okkur, allavega sleppt piparúðanum og kylfunum.

Categories: Allt efni Örblogg
Tags: Lögreglan
orblogg: