X

Borgarastyrjöld í uppsiglingu?

Ætla semsagt tvær hreyfingar að vera með ræðuhöld á sama stað og sama tíma? Er samvinna á milli þeirra eða er þetta sérstaklega gert til þess að gera lítið úr fundum Radda fólksins? Ég vona að svo sé ekki.

Það eru 7 dagar í vikunni, 24 klst í sólarhringnum og  því ætti öllum hópum sem áhuga hafa að gefast tækifæri til að tala á Austurvelli.Manni dettur helst í hug að þetta eigi að vera svar hvítliða við andspyrnunni. Mér finnst ótrúlegt að það séu óánægðir andstæðingar ríkisstjórnarinnar sem standa fyrir því að halda fund á sama tíma og Hörður Torfason og co, því jafnvel róttækustu anarkistar á Íslandi, fólk sem hefur enga trú á að hefðbundin mótmæli skili árangri, hafa sýnt Röddum fólksins þá virðingu að mæta á fundi þeirra í samstöðuskyni og aldrei hafa aðgerðasinnar farið í harðar aðgerðir á meðan á þessum fundum stendur eða í beinum tengslum við þá.

Ég trúi því ekki að nein alvöru andspyrnuhreyfing sé svo vitlaus að fara í stríð við Raddir fólksins.

Þessi dagur gæti orðið upphafið að borgarastyrjöld.

Nýjar raddir boða fund
Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  • -------------------------------------------------------------------

    Ef ég segi ... "jólasveinn"... hvað dettur þér þá í hug?

    Einar Indriðason, 17.1.2009 kl. 11:27

    -------------------------------------------------------------------

    Mér skilst að það sé hvítliðinn Ástþór, sem stendur fyrir þessu einkaframtaki.

    Björgvin R. Leifsson, 17.1.2009 kl. 11:28

    -------------------------------------------------------------------

    Þetta er rétt hjá þér, það eru 7 dagar í vikunni og frekar bjánalegt að láta eins og fífl og reyna að skemma hin mótmælin með því að vera með uppákomu á sama tíma.

    Baráttukveðjur frá Akranesi!

    Guðríður Haraldsdóttir, 17.1.2009 kl. 11:30

    -------------------------------------------------------------------

    Greyið mitt Ástþór. Það eru 7 dagar í vikunni, 24 stundir í sólarhringnum. Þú hlýtur að geta fundið annan tíma fyrir þína fundi. Fólk mun ekkert frekar hlusta á þig þótt þú farir í stríð við Hörð Torfason eða Gunnar Sigurðsson. En þar fyrir utan muntu ekki komast nógu nálægt til að trufla eitt eða neitt.

    Mikið þætti mér gott að sjá þig nota eldmóð þinn og atorku í að berjast gegn yfirvaldinu í stað þess að berjast gegn þeim sem eru að reyna að fá því framgengt að hreinsað verði til í stjórnkerfinu. Maður hlýtur að spyrja hverra hagsmunum þú teljir þig vera að þjóna.

    Ég gæti samt trúað að þetta skemmtiatriði þitt muni trekkja að. Ég veit allavega um marga sem ætla að koma, ekki til að hlusta á þig, heldur til að púa á þig og þessi þjóðernissinnadingulber sem hanga  aftan í þér.

    Eva Hauksdóttir, 17.1.2009 kl. 13:21

    -------------------------------------------------------------------

    Eva mín - þú ert bara svo hrikalega orðheppin í dag:) takk fyrir að fá mig til að skella upp úr, þó um grafalvarlegan hlut sé að ræða.

    Birgitta Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 13:24

    -------------------------------------------------------------------

    Ástþór hlýtur að vera illa rangeigður miða við fókusinn hjá honum

    Þekkið þið einhvern sem styður hann og það sem hann er að gera í dag???

    FLÓTTAMAÐURINN, 17.1.2009 kl. 13:30

    -------------------------------------------------------------------

    Nei.

    Eva Hauksdóttir, 17.1.2009 kl. 13:41

    -------------------------------------------------------------------

    Ég hef alltaf varið Ástþór, t.d. hér, af því að ég virði þær friðarhugsjónir sem hann hefur haldið fram og hann hefur líka sýnt hugrekki og drifkraft með því að beita  borgaralegri óhlýðni gegnum tíðina. Ég sé þó ekki að aðgerðir hans nú þjóni neinni friðarhugsjón, heldur er greinilegt að einhverjir aðilar með annarlegan tilgang eru að nota sér helsta veikleika hans.

    Eva Hauksdóttir, 17.1.2009 kl. 13:46

    -------------------------------------------------------------------

    Hann hefur gert margt gott gegnum tíðina, t.d. flugvélin sem hann sendi til Bagdad, en mér finnst eins og að hann hafi breyst og þá til hins verra. Ég verð að viðurkenna það að þegar ég var ungur og vitlaus þá setti ég X við nafnið hans í forsetakosningunum en í dag dettur mér ekki í hug að styðja hann, fyrir mér er þetta bara ekki sami maðurinn og vildi heimsfriðinn, hann virðist meira vera að leita eftir ófriði.

    FLÓTTAMAÐURINN, 17.1.2009 kl. 16:26

    -------------------------------------------------------------------

    Ég kaus Ástþór einu sinni sem forseta. Ég hefði sennilega ekki gert það ef hefðu verið einhverjar líkur á að hann næði kjöri, því mér finnst forseti þurfa að hafa til að bera ákveðinn þokka sem Ástþór skortir, en ég vildi samt sýna hugmyndum hans stuðning.

    Mér finnst alveg sjálfsagt að aðrir en vinstri sinnaðir menntamenn fái að tala á Austurvelli en mig langar að vita hvaða fólk það er sem hefur verið neitað. Var því neitað vegna pólitískra skoðana sinna, vegna þess að það ætlaði að nota þennan vettvang fyrir framboðsræður eða vegna þess að það er óhæfir ræðumenn?

    Eva Hauksdóttir, 17.1.2009 kl. 16:37