Þessir atburðir minna mig á fjölmiðlafrumvarpið. Fremur ómerkilegt mál var til þess að sauð upp úr og sögulegur atburður átti sér stað. Mér fannst alltaf frekar súrt að fjölmiðlafrumvarpið af öllum málum yrði til þess að forsetinn beitti neitunarvaldinu. Á hinn bóginn fannst mér frábært að fá þessa staðfestingu á því að neitunarvaldið væri virkt.
View Comments (1)
_________________________________________________________________
Ég er eiginlega alveg sammála.
Mér finnst frábært að fólk skuli loksins rísa upp og mótmæla. En þetta málefni, þessir mótmælendur og þessar aðfarir...
Æ.
Posted by: HT | 23.04.2008 | 14:13:45
--- --- ---
Jamm - blessað fjölmiðafrumvarpið. Það versta er að það var ári gott frumvarp - hefði verið mjög gott hefði það orðið að lögum. Þá ættu ekki Baugsfegðar annars vegar og Björgólfsfeðgar hinsvegar alla fjölmiðlana hérna utan RÚV. En það var hins vegar reynt að keyra það í gegn af offorsi - það viðurkenni ég. En samt - það hefði átt að verða að lögum, var gott mál.
Varðandi bílstjórana og þeirra mótmæli - þá hef ég nákvæmlega sömu skoðun á borgaralegu óhlýðni og fyrr. Sú skoðun hefur komið fram áður og gengur alveg fullkomlega þvert á þína. Þetta eru bara fíflalæti og frekja. Bílstjórarnir er trúlega með alverstu talsmenn nokkurs hóps sem ég hef séð í fjölmiðlum - furðulegt eftir frammistöðu þeirra síðustu vikur að þeir eigi sér einhvern stuðningsmann.
Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 25.04.2008 | 1:26:49