X

Alhliða aðgerðir 1. des

Davíð frestar komu sinni

Davíð Oddsson forfallaðist. Enn er mikilvægum upplýsingum haldið leyndum fyrir þjóðinni og ekkert hefur heyrst um það hvernig eigi að greiða upp þau lán sem nú er verið að taka án samþykkis þjóðarinnar. Þann 1. desember fögnum við sjálfstæði okkar sem þjóðar, sjálfstæði sem nú er í bráðri hættu.

Við sem metum sjálfstæði okkar mikils, nú rísum við upp og grípum til alhliða aðgerða þann. 1. desember.
-Við mætum ekki til vinnu.
-Við borgum ekki af lánum hjá ríki og bönkum.
-Við komum saman við Stjórnarráðið og krefjumst þess að þeir sem bera ábyrgð á ástandinu víki.
-Við förum þaðan í Seðlabankann og skorum á Davíð að segja af sér.
-Ef það dugar ekki til þá berum við hann út -öðrum til varnaðar.

Við höldum ekki sjálfstæði okkar með því að taka fleiri lán í von um að ‘þetta reddist’. Við þurfum raunhæfa áætlun.

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  • ------------------------------------------

    Finnst þér þetta raunhæf áætlun? Ég bara spyr?

    Posted by: Guðrún | 28.11.2008 | 23:01:43

    ------------------------------------------

    Var eitthvað raunhæft við fyrstu áform um fall Berlínarmúrsins?

    Við viljum lýðræði. Það hljómar ekki raunhæft en ef enginn ríður á vaðið munum við sitja uppi með stjórn jakkafatafasista þar til við fáu einræðisstjórn yfir okkur.

    Posted by: Eva | 29.11.2008 | 0:58:12

    ------------------------------------------

    Þú segir sjálf: Við þurfum raunhæfa áætlun, en þú kemur ekki með hana. Þú kemur bara með áætlun um upplausn í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir óánægju með ástand mála í landinu þá segir mitt siðferði mér að:
    1. Mæta í mína vinnu
    2. Borga skuldir mínar (ef ég get)
    3. Mótmæla, en eingöngu friðsamlega!!!
    Ég hef hingað til mætt á mótmælafundi en ákvað að mæta ekki aftur eftir fundinn 22/11 þegar fólk var hreint og beint hvatt til óeirða með því að fara upp á lögreglustöð. Þá fór ég heim!! Ef þú og þínir eruð "þjóðin" þá eru margar "þjóðir" í landinu. Ég er amk allsvakalega ósammála þér!

    Posted by: Guðrún | 29.11.2008 | 20:36:42

    ------------------------------------------

    Það er stjórnvalda að koma með raunhæfa áætlun og það hlýtur að vera fyrsta krafa þeirra sem vilja sjá áætlun að þeir víki sem komu okkur í þessi vandræði.

    Það er engin upplausn þótt einn spillingarhlunkur sé rekinn. Það er heldur engin upplausn þótt boðað verði til kosninga. Ekkert slíkt er í sjónmáli þrátt fyrir hefðbundna mótmælafundi þúsunda manna í tvo mánuði.

    Ef þú ert þannig innstillt að þú notir það sem afsökun fyrir að sitja hjá að aðrir beiti aðferðum sem eru þér ekki að skapi, þá erum við svei mér heppin að vera laus við þig.

    Please get out of the new one/
    If you can't lend your hand/
    For the times they are a-changin'.

    Posted by: Eva | 29.11.2008 | 22:33:41

    ------------------------------------------

    Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa hérna er sú að ég er reið út í þig. Þig og ykkur sem eyðileggið fyrir mér (okkur) sem vill mótmæla á friðsamlegan hátt. Aðferðir ykkar gera það að verkum að langflestir hætta að mótmæla... Sýndi það sig ekki í dag þar sem mættu mun færri en hafa mætt hingað til. Ástæðuna tel ég vera vegna þessa ofbeldis sem beitt var af hendi mótmælenda á lögreglustöðinni sl. helgi. Eruð þið fegin að vera laus við mig? (Þið hver?) Af hverju? Er ég ekki ein af þjóðinni eins og þið? Ég vil að þið mótmælið á ykkar forsendum og gefið mér leyfi til að mótmæla á friðsamlegan hátt á mínum forsendum!!!

    Posted by: Guðrún | 29.11.2008 | 23:06:12

    ------------------------------------------

    Það hefur enginn bannað þér að mótmæla á þínum forsendum og með þínum aðferðum.

    Þú ert hinsvegar að hnýta í mig og fleira fólk fyrir að ganga lengra en að nota aðferðir sem margsinnis hefur sýnt að skila engum árangri.Það væri því eðlilegra að ég væri reið við þig. Ég er það hinsvegar ekki enda á ég alveg nóg með að vera reið út í stjórnvöld.

    Endilega mótmæltu ef þér sýnist eins og þér sýnist eða slepptu því ef þér sýnist svo. Ef þig langar til að eyða púðrinu í að segja mér fyrir verkum, þá stoppar þig svosem enginn í því að reyna en mér þætti nú samt betra að fá frið fyrir svona röfli. Mér er nefnilega alvara með mínum mótmælum og þótt ég reiðist engum fyrir að hafa ekki skilning á því sem er að gerast í þessu landi, þá er þetta suð, sem byggir á fordómum en ekki þekkingu, óttalega þreytandi.

    Sannleikurinn er nefnilega sá að aðgerðir skila frekar árangri ef þær ögra ramma laganna. Og það er vegna fólks sem þorði að gera meira en að röfla sem þú hefur kosingarétt góða mín.

    Posted by: Eva | 29.11.2008 | 23:31:20

    ------------------------------------------

    Já og eitt í viðbót, svona til leiðréttingar: Síðasta laugardag beittu mótmælendur grófu ofbeldi -gegn hurð. Því var svarað með grófu ofbeldi gegn fólki. Líka fólki sem var eingöngu áhorfendur, fólki með barnavagn, unglingum og gamalmennum.

    Posted by: Eva | 29.11.2008 | 23:34:03

    ------------------------------------------

    Ég hef lesið bloggið þitt í gegn um tíðina og fundist þú skemmtileg og klár kona!! Nú finnst mér þú bara biluð og er hætt að eyða mínum dýrmæta tíma í svona rugl..

    Posted by: Guðrún | 29.11.2008 | 23:38:29

    ------------------------------------------

    Tjásur af moggabloggi

    Gott! Það væri óskandi að fleiri hefðu þennan eldmóð. En kannski á ástandið eftir að minnka þrælsóttann og þrælslundina hjá þjóðinni og kveikja á einhverjum löngu dauðum tilfinningum, tilfinningum um að við höfum verið gróflega misnotuð í langan tíma.Hagbarður, 27.11.2008 kl. 14:15------------------------------------------

    Stend staðfastur ykkur við hlið.Bara Steini, 27.11.2008 kl. 14:15------------------------------------------

    Hver er þessi raunhæfa áætlun?Lime (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:23------------------------------------------

    sammála!Sigurbjörg, 27.11.2008 kl. 14:32------------------------------------------

    Það er stjórnvalda að koma fram með raunhæfa áætlun og ef þau gera það ekki þarf að hleypa einhverjum öðrum að sem hefur döngun í sér til að setja slíka áætlun saman.

    Ég hef ekki séð áætlunina frá neyðarstjórn kvenna, en þær segjast allavega hafa áætlun. Þær gætu t.d. tekið að sér neyðarstjórn Seðlabankans til að byrja með.

    Eva Hauksdóttir, 27.11.2008 kl. 16:04

    ------------------------------------------

      Lengi lifi byltingin!Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2008 kl. 20:39