X

Heildræn hryggsúla

Hvaða fáráður innleiddi orðs-krípið „heildrænt“ í íslensku? Færið mér hann og ég mun bíta af honum hausinn.

-Einhverju sinni sinni auglýsti bílaþvottastöð „heildræn bílaþrif“.
-Einu sinni sá ég auglýst einhverskonar jóganámskeið sem átti að fela í sér „heildrænar lausnir í bakverkjum“. Ekki einu sinni við bakverkjum heldur í þeim.

Heildræn hryggsúla held ég þó að slái öllu út.

 

 

Categories: Allt efni Örblogg
orblogg:

View Comments (1)

  • Það þarf háskólapróf til að finna svona upp, við hin ráðum ekki við meira en "mér langar".

    Posted by: no-boddí | 7.02.2007 | 20:48:28

    --------------------------------------------

    ALLT verður betra með nokkrum buzzwords. ALLT!

    Er þetta annars einhver slátrun á enska orðinu holistic?

    Posted by: Kalli | 7.02.2007 | 21:41:24

    --------------------------------------------

    Nýjasta orðið sem plebbarnir geta notað til að slá um sig og þykjast gáfulegir.

    Posted by: Gillimann | 7.02.2007 | 22:01:18

    --------------------------------------------

    haha, held að kalli hafi rétt fyrir sér. holistic var það heillin. ekki vildi ég vera mannekskjan með óheildrænu hryggsúluna. ætli það vanti þá nokkra liði..?

    Posted by: fangor | 7.02.2007 | 22:22:38

    --------------------------------------------

    jamm, örugglega hálfan þriðja hvern lið eða eitthvað.

    Óþolandi orðskrípi. Eins og heilun, reyndar.

    Posted by: hildigunnur | 7.02.2007 | 22:41:26