Blæti

Ég er líklega haldin lúserablæti. Mig dauðlangar að æða út í sjálfrennireið mína og stoppa hana fyrir framan blokkina sem ég bjó í á námsárum mínum forðum daga. Hef oft tekið Rósu frænku með í heimsókn til Haffa en honum var venjulega alveg sama þótt kerlingarhexið meinaði honum aðgang að helgidómnum svo framarlega sem hann fékk að drekka sína 6 bjóra án athugasemda og ég lofaði að fara ekki frá honum fyrr en hann væri sofnaður. Halda áfram að lesa

Brjóstfríður

Hann hringdi í mig drafandi fullur og auðvitað fór ég til hans. Síminn hans hringdi í sífellu en hann vildi ekki svara. Sagði þetta vera snarruglaða konu sem hann hefði hitt á djamminu um síðustu helgi og hann nennti ekki að tala við. Vildi samt ekki slökkva á símanum fyrr en kl 12 því dyrasíminn er bilaður og það var mögulegt að barnsmóðir hans kæmi að sækja eitthvað sem börnin vantaði.  Halda áfram að lesa

Var ég að kveðja hann?

Var ég að kveðja hann? Líklega. Ég hef saknað hans undanfarið og þegar svo er komið er ekki um annað að ræða. Hann fann það held ég. Fann eitthvað allavega. Hann bað mig ekki að vera lengur eins og venjulega. Þvert á móti rauk hann fram úr, sagðist verða að komast út, til að fá sér kaffi. Ekki „eigum við að fara út og fá okkur kaffi“, heldur „ég er eitthvað svo órólegur, ég verð að komast út“. Halda áfram að lesa

Ógeðseðli

Haffi hringdi í mig hvað eftir annað um helgina. Ekki samt drukkinn, heldur á meðan hann var ennþá í vinnunni. Hafði ekkert að segja, sagðist bara langa að heyra í mér röddina. Ég held að hann hafi smá sektarkennd yfir því að hafa stefnt tveimur konum heim í einu um síðustu helgi. Það var ekki beinlínis þægileg upplifun að vakna með Brjóstfríði á rúmstokknum. Halda áfram að lesa

Söngur Freðýsunnar 3. þáttur

Allt hefur sinn tíma minn kæri. Þú rífur hvorki né rýfur freðýsu úr roðinu og þíðir hvorki né þýðir þér við hjarta, án þessað eiga á hættu kalskemmdir. En ef þú bara tekur hana úr frystinum, þá þiðnar hún sjálf. Og það eina sem þú þarft að gera er að bíða. Þér þarf samt ekki að leiðast því meðan þú bíður skal ég segja þér sögur, eina á hverri nóttu, þessa nótt og næstu 1000 ef þú kærir þig um. Hér er sú fyrsta:

Halda áfram að lesa

Hver tók ostinn minn?

-Ég verð að losna úr þessari vinnu, sagði Farfuglinn. Ég hef óbeit á því hvernig er komið fram við starfsfólkið. Þetta ágæta fólk, þetta stórfína fólk sem hefur helgað fyrirtækinu stóran hluta lífs síns, unnið af fullkomnum heilindum fyrir skítalaunum og alltaf treyst fyrirtækinu. Svo þegar á að skipta konunum út fyrir yngri og sætari stelpur og losa fyrirtækið við karla sem vita alveg hvað þeir eru að gera en hafa kannski ekki skírteini upp á það, hvað heldurðu að fyrirtækið geri þá til að gefa þessu fólki séns? Ég skal segja þér það; Halda áfram að lesa

Laugardagsmorgunn

Blóð mitt hrópar á súkkulaði og kaffi.

Nýkomin heim frá Haffa. Velsofin samt. Snertiþörfin helltist yfir mig í gærkvöldi af óstjórnlegum krafti. Bætti ekki úr skák að ég drakk tvö rauðvínsglös svo ég var  óökufær. Mundi eftir tveimur vinum sem ekki eiga kerlingar en annar var að vinna og hinn í útlöndum. Haffi hafði ekki svarað sms eða símtölum frá mér vikum saman svo ég var alveg búin að gefa hann upp á bátinn. En svo hringdi hann sjálfur og
bað mig að koma. Halda áfram að lesa