Gullnar bókmenntir

Einu sinni hélt ég að til þess að rithöfundur gæti lifað af því að skrifa (eitthvað annað en fréttir), þyrftu verk hans að vera inni á metsölulistum mánuðum saman, vera þýdd á fleiri tungumál, vinna til verðlauna og helst þyrfti hann að vera á listamannalaunum líka.

Samkvæmt þessum fréttum er vel hægt að lifa af því að skrifa eitthvað sem fáir nenna að lesa.

Það gleður mig samt ekkert sérstaklega.

Grænblár

Ég hef ekki fengist við ljóðaþýðingar fyrr og var eiginlega að hugsa um að gefa verkið frá mér. Það er svo gott á ensku. Merkingin svo margræð og ég var alveg viss um að mér yfirsæist eitthvað. Búin að skoða margar túlkanir á netinu en vissi að eitthvað vantaði. Stundum er engu líkara en lausnin komi að ofan þótt ég efist um að guðdómurinn standi fyrir því sem kom fyrir mig í þetta sinn. Halda áfram að lesa

Þýðandinn

Karl Guðmundsson, maður sem hefur þýtt ekki ómerkara skáld en Seamus Heaney, líkir mér við Þorstein Erlingsson. Ég vissi að hann hefði álit á mér því hann hefur hringt í mig hvað eftir annað og spurt hvort bókin mín sé ekki að koma í búðir. Ég er farin að örvænta um að hún komi nokkuð fyrir jól því sendingin lenti á einhverju flakki á leiðinni frá Ameríku. Halda áfram að lesa

Hugleiðing handa tannkremssala

Tannkremssalinn er búinn að fræða mig heilmikið um það hvernig maður eigi að láta drauma sína rætast. Er með allt um markmiðssetningu og jákvæða mötun undirmeðvitundarinnar á hreinu.
-Og ert þú að gera það sem þú ætlaðir þér alltaf? spurði ég.
Hann sagðist vera að stefna að því. Og á sér svo stóra drauma að hann segir ekki einu sinni frá þeim.
-Af því að ég ætla ekkert að láta annað fólk segja mér hvað ég get og hvað ekki, sagði hann. Halda áfram að lesa

Spörfuglasöngvar

Og kannski er það kaldhæðnislegasta af öllu að samband okkar hófst með því að ég hvæsti á þig þegar þú falaðist eftir textum. Þú máttir auðvitað nota þá sem ég átti fyrir en ég vildi sjá eitthvað sem benti til þess að þér væri alvara áður en ég færi að leggja vinnu í texta fyrir þig.

Auðvitað fór það á annan veg og nú sit ég uppi með helling af textum sem falla ekki að neinum lögum nema þínum og veit að þú munt aldrei koma þeim á framfæri.

 

Böl og kvöl að finna viðeigandi endi

Það versta við sápuóperur er að þær hafa alderi neinn rökréttan endi. Sápuóperan mín Böl og kvöl í Byljabæ er að verða hæf til uppsetningar. Ég byrjaði á henni í djóki en sá fljótt að hún gæti orðið virklega góð svo ég tímdi ekki að setja hana á vefinn (frumuppköstin að fyrstu þáttunum eru að vísu ennþá á reykvísku sápunni). Halda áfram að lesa

Leikskáldið byrjað á nýju verki

Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.

Inn að kviku

Ég ólst upp við stöðuga flutninga og er rótlaus eftir því. Ég hef ekki haldið sambandi við neina bernskuvini og ekki kynntist í raun engum í Flensborgarskóla. Var bara með kærastanum og vingaðist jú við vini hans. Ég var um tvítugt þegar ég hitti Kela fyrst en kynntist honum ekki almennilega fyrr en árið 1991. Við urðum perluvinir og hann er sá vina minna sem ég hef þekkt lengst. Lengst af höfum við búið í sitthvorum landshlutanum en nú búum við bæði í Reykjavík og höfum hist nokkuð oft síðasta árið. Halda áfram að lesa

Matrix

Nú er ég búin að gera 6 tilraunir til að horfa á Matrix og mér finnst hún ennþá leiðinleg. Ég kemst dálítið lengra í hvert sinn, áður en ég sofna en ég er enn ekki búin að sjá endinn. Þessi mynd ætti að vekja áhuga minn en hún gerir það ekki. Kannski vegna þess að ég trúi því ekki að tilbúin persóna komist út úr blekkingunni og inn í raunveruleikann. Halda áfram að lesa

Óbærilegur léttleiki

Plastlíf mitt rís og það hnígur þótt ég trúi ekki almennilega á matrixið.

Ég var andvaka í nótt. Horfði á myrkrið breytast í bláma og blámann í birtu. Og fannst ég vera til. Ekki bara sem persóna í þeim sýndarveruleikaraunsæissrólpleileik sem ég hef spunnið í kringum furðufuglana í lífi mínu, ekki sem hver annar firringarbloggari, heldur sem raunveruleg, lifandi manneskja.

Óbærilegur léttleiki tilverunnar verður ponkulítið minna óbærilegur þegar ég opna tölvupóstinn minn þessa dagana.

Klámvísa dagsins

Klámskáldið heillar mig.

Ég fer ekki fram á að fá að birta skúffuskáldskap sem hvergi hefur birst eða verið fluttur og er kannski ekki einu sinni fullunninn. Læt því nægja að sýna svörin mín þótt það gefi engan veginn nógu góða mynd af samræðum þegar aðeins önnur röddin heyrist. Hér er allavega klám dagsins: Halda áfram að lesa

Bréf til klámskáldsins

Hmmm … Ég verð að viðurkenna að þú ert rímsnillingur hinn mesti og það er svosem hægt að fyrirgefa ýmislegt út á hið listræna gildi, en finnst þér ekki fulllangt gengið að kalla mig hóru? Það er ekki beinlínis kurteisi þótt tillagan sé sett fram í bundnu máli og falli vel að bragarhættinum. En ok. spilum eftir þínum reglum: Halda áfram að lesa

Og dag nokkurn eignaðist hún ástpennavin

Mæómæ! Ég hitti skáld á netinu, við höfum bullast á í nokkra klukkutíma og nú er ég ástfangin. Það er reyndar ekki mikið að marka, ég verð svo ástfangin af öllum góðum ljóðskáldum að ég stend sjálfa mig að því að mæna á gamlar myndir af Einar Ben og Jóhanni Sigurjóns eins og smástelpa á poppgoð. Halda áfram að lesa