Morgundrama

Ástmögur minn kom ekki til dyranna eins og hann var klæddur þegar ég bankaði upp á kl 8:20 í morgun. Enda er hann prúðmenni og óvíst að viðkvæmar sálir á leið til vinnu hefðu tekið því með æðruleysi að þurfa að berja karlmennsku hans augum á stigaganginum svo árla morguns. Hann á ekki slopp og kom því fram þokkalega úfinn með handklæðisbleðil fyrir sínu allra helgasta. Halda áfram að lesa

Vessar

Líklega finnst flestu fólki eitthvað erfitt við að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Ég skil ekki alveg hvers vegna. Sjálfri hefur mér fundist það mun einfaldara en að vera stöðugt að ljúga að sjálfum sér og öðrum. Þarf kannski smá kjark ef aðstæður manns eru ekki sérlega bleikar en þegar upp er staðið er það auðveldara. Halda áfram að lesa