Jólablogg

Einhvernveginn afrekaði ég að jóla heimilið og koma matnum á borðið kl 18:05. Jólaði samt ekki bílinn, verð bara að áramóta hann í staðinn.

Sonur minn Byltingamaðurinn er að komast yfir mesta kommúnismann, á Þorláksmessu viðurkenndi hann m.a.s. að hann hlakkaði til jólanna. Sonur minn gelgja dauðans tók hins vegar að sér hlutverk Trölla sem stal jólunum þetta árið. Halda áfram að lesa

Pólína

Pólína sest við tölvuna í setustofunni og skrifar systur sinni>

Mér líður ekki beinlínis illa, þannig séð. Launin eru hærri en heima en allt virðist bara vera svo miklu miklu dýrara að stundum efast ég um að þetta borgi sig. Ég nefndi það einu sinni við fólkið sem vinnur með mér. Þau urðu mjög hissa og sögðu að ég gæti áreiðanlega fengið fleiri vaktir ef ég væri blönk. Það er einhvernveginn svarið við öllu hér. Bara vinna af sér rassgatið og þá verður allt í fína. Halda áfram að lesa