Þetta er bara svona

Þegar maður flytur á milli landa verða ótrúlegustu smáatriði að vandamálum. Þetta er lítið mál þegar maður á fjölskyldu í nýja landinu sem er búin að komast að öllu sem skiptir máli en töluvert flóknara þegar maður stendur einn. Að sumu leyti er maður bara eins og krakki. Veit ekki hvert á að snúa sér til að leysa einhver smámál. Veit ekki hvað er eðlilegt og líður oftar en ekki frekar heimskulega. Halda áfram að lesa

Fårikål

Fårikål (eða kind í kįli) er hefðbundinn norskur réttur og á haustin koma vinnufélagar og klúbbar saman og borða þennan rétt og skemmta sér, þetta er víst ekki ólíkt íslensku þorrablóti og meðalaldur gesta 78 ár alveg eins og á Íslandi. Við sóttum slíka samkomu í gær, á vegum þrælaleigunnar sem starfrækir tilvonandi manninn minn og tengdaföður. Halda áfram að lesa