Ekkert svo slæmt

Húsið er stórt, bjart, með gestaherbergi, nægu geymsluplássi, góðum skápum og baðkari og nú erum við komin með olíuofn svo mér varð ekkert kalt í nótt 🙂

Posted by Eva Hauksdottir on 9. janúar 2011

Koman til Voldu

-26 klst ferðalagi lokið. (Enginn tímasparnaður að taka ferjuna.) -Hitamælirinn sýnir 10 °C -innandyra en ég gat sofið…

Posted by Eva Hauksdottir on 6. janúar 2011

Flyt hingað líklega bráðum

Það er gott að eiga handlaginn mann. Ég er að vísu ekki til í að láta Bjart gera við tennurnar í mér en um daginn smíðaði hann tvíbreitt rúm úr afgangstimbri sem hann fékk að hirða í vinnunni. Það ískrar ekki í því og það stenst öll álagspróf. Rúmið mitt í Bovrup er mjótt og botninn í því svignar við 100 kg álag svo að því leyti er þægilegra fyrir okkur að vera í Voldu en Bovrup en fyrir utan það og náttúruna hér í kring, myndi ég frekar kjósa að búa nálægt Farmville. Halda áfram að lesa

Leira

Ég kastaði peningi og nú er ég hér. Í einhverskonar þorpsnefnu sem heitir Leira, innst í Jörundarfirði, á vesturströnd Noregs. Sit með tölvuna mína við borð í færanlegum gámi, með brennsluklósetti, eldunar-, og svefnaðstöðu fyrir Bjart og pabba hans. Hér halda þeir til á meðan þeir vinna, annars leigja þeir íbúð í Voldu en þangað er 50 mínútna akstur. Þetta er sennilega hundsrass alheimsins, öll verslun og þjónusta er sótt til Voldu og það er ekki einusinni netsamband hérna. Halda áfram að lesa