Deit í kvöld

Jæja stelpur, allar að krossa fingur fyrir Evu. Ég er að fara að hitta mann í kvöld. Veit ekki mikið um hann en hann er allavega sætur, a.m.k. á mynd. Á 3 börn sem er mikill kostur og það sem meira er, þau eru hjá honum, allavega í kvöld. Ég er ekki ennþá búin að spyrja hann hvort það sé bara tilviljun að hann sé með þau í miðri viku eða hvort þau búi hjá honum. Halda áfram að lesa

Vonbiðlar prinsessunnar

Samanlagður aldur umsækjenda reyndist 118 ár eða svo hélt ég í fyrstu. Nú er ég hinsvega búin að fá staðfest að annar þeirra laug til um aldur, er 10 árum eldri en hann sagði mér. Meðalaldur aðdáenda minna er sumsé 64 ára. Það er náttúrulega ekki að marka því annar þeirra er aðeins 55. Lítil, falleg ullarhúfa sat í salnum þegar ég kom og gjóaði á mig augum en gaf sig ekki að mér. Halda áfram að lesa

Af umhyggju Geirþrúðar

Screensaver stóðst væntingar og rúmlega það. Gjörsamlega frábær sýning. Táknmálið yndislegt en ég er óvön því að túlka verk sem eru algerlega án orða, þarf að fara oftar á dans- og myndlistarsýningar. Og dansarar eru svoooo fallegt fólk. Kostar ofboðslega vinnu býst ég við og ekki myndi ég leggja það á mig. Sætti mig frekar bara við það sem sjálfsagt mál að vera óttaleg rassmína við hliðina á þessum álfakroppum. Halda áfram að lesa

Nælonsokkur og riðlirí

Á venjulegu kvöldi vill bera við að Þokki leiti inn í eldhús, á hröðum flótta undan girndaraugnaráði vergjarnra kvenna -og þegar verst lætur hreinni og klárri áreitni. Að lokum var hann orðinn svo leiður á þessu að hann ákvað að mæta í nælonsokkum í von um að lostabríminn rénaði dálítið svo hann fengi vinnufrið. En þá tók ekki skárra við. Nú hefur hann ekki undan að bíta af sér káfsækna karla. Halda áfram að lesa

Sá geðþekki

Sá geðþekki gengur um eins og tillitssemin holdtekin. Hann læðist inn, ofur varlega til að vekja engan. Kannski býr hann í blokk og þá gætir hann þess að leggja útihurðina varlega að stöfum. Þegar hann kemur inn til sín fer hann inn í barnaherbergið og horfir á börnin sín sofa. Það er svona tilfiningaþrungið andartak en samt ekki væmið. Svona sena sem maður getur alltaf horft á aftur, þótt það sé í sápuóperu. Halda áfram að lesa

Pólína

Pólína sest við tölvuna í setustofunni og skrifar systur sinni>

Mér líður ekki beinlínis illa, þannig séð. Launin eru hærri en heima en allt virðist bara vera svo miklu miklu dýrara að stundum efast ég um að þetta borgi sig. Ég nefndi það einu sinni við fólkið sem vinnur með mér. Þau urðu mjög hissa og sögðu að ég gæti áreiðanlega fengið fleiri vaktir ef ég væri blönk. Það er einhvernveginn svarið við öllu hér. Bara vinna af sér rassgatið og þá verður allt í fína. Halda áfram að lesa

Eftir vinnu

Þegar ég er að vinna hugsa ég stundum um það hvað þeir sem eru í fríi séu að gera. Og þegar ég fer heim á kvöldin velti ég því fyrir mér hvað þau sem eru að vinna með mér geri þegar þau koma heim. Þar sem flest þeirra fara heim mun seinna en ég sjálf er rökrétt að álykta að þau sparki af sér skónum, hálfdrattist undir sturtuna og þaðan í bælið. En ég sé alltaf fyrir mér að það hljóti að vera allt öðruvísi. Halda áfram að lesa

Vitringurinn

-Eva, heldurðu að geti verið að ég sé vitur? sagði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
Ég virti hann fyrir mér og mátaði í huganum síðskegg á lukkutröllsandlit hans.
-Ég meina ekki svona gáfaður eða klár. Ég hef náttúrulega aldrei verið góður í stærðfræði eða neitt …
-Ég veit hvað þú átt við, sagði ég og reyndi að sjá fyrir mér telpulegan líkama hans í klæðum Gandálfs. Halda áfram að lesa

Af góðgirni hótelstjórans

Hótelstjórinn er sannkallað góðmenni, ekki síst þegar í hlut eiga einhleypar konur illa haldnar af samræðisfýsn. Undanfarna daga hefur hann lagt sig í líma við að bjarga mér frá eymd minni og einstæðingsskap með því að kynna fyrir mér hverja silkihúfuna á fætur annarri. Í dag bauð hann mér 3 karlmenn og geri Fangóría betur! Halda áfram að lesa

And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa

Tilboð undirritað

Húsráðandinn minnti á hórumömmu. Hún var með eldrautt hár sem fór enganveginn við hrukkurnar og tók á móti mér vel í glasi og angandi eins og brugghús. Sagði okkur 3x sinnum að hún hefði orðið sextug fyrir skemmstu (ég býst við að það sé þriðji í afmæli hjá henni) og lagði meiri áherslu á að uppfræða okkur um erfðagripi sína og barnabarnafjöld en íbúðina sem hún ætlaði að selja mér. Halda áfram að lesa